Já eiginmaður minn á afmæli í dag,
28. janúar. Þegar maður er rauðhærður, landsliðsmaður á gönguskíðum og æfir sig á kirkjuorgelið full time, þá verður maður automatiskt og óumdeilanlega mjög töff. Þess vegna er það náttúrulega engin tilviljun að 28. janúar sé
alþjóðlegi holdsveiki dagurinn. Á reiði guðanna sér engin takmörk?
Fyrsti til að óska Dodda til hamingju með afmælið var stimpilklukka LSH. "Sláðu inn kennitölu, til hamingju með afmælið, útstimplunin hefur verið skráð, góða helgi." Uhh takk kæra stimpilklukkukona. Ja, reyndar var Sævar Karl fyrstur, með sitt persónulega afmæliskort sem barst í vikunni. Kæri Þóroddur, til hamingju með afmælið á sunnudaginn, kveðja Sævar Karl. WTF??!! Er þetta að virka? Verða menn svo glaðir með afmælis og jólakortin að þeir versla meira?
Palli kom með marengstertu í gær sem er meter x meter og verður boðið upp á hana með leiknum í dag. Róbert vinur okkar og fyrrum nágranni af Eggertsgötunni ætlar að gefa Dodda sigur gegn Þjóðverjum í afmælisgjöf. Sjálf gaf ég honum veiðiferð með tveim rauðhærðum til viðbótar. Ég vona bara að þeir verði ekki fyrir aðkasti úti í ánni greyjin.
Ég ætla að hafa opið fyrir kveðjur til Dodda í dag.
Dúndurkveðjur úr Ármúla hressleikans.