luxatio hugans

awakening

föstudagur, júlí 29, 2005

Þetta kom alveg í opna skjöldu!!

Fjölmiðlablogg

Hver sá Þórönnu Páls segja veðurfréttir á RUV í gærkvöldi? Það var eins og hún tæki út fyrir að segja spána fyrir helgina. Alltaf með einhverjar athugasemdir um þessa blessaðu helgi sem væri enn eina ferðina að renna upp. Svo dæsti hún í gríð og erg. Ég sárkenndi í brjósti um konuna.

Að því loknu kom að Eyrúnu að kynna kastljós kvöldsins. Drottinn guð á himnum hvað konan er málhölt. Tafsandi var gott orð sem ég heyrði um daginn. Einmitt um Eyrúnu. Það á vel við. Í nokkur skipti greip hún líka frammí fyrir Simma og ég beið eftir að hann myndi rjúka í hana. Hann hefur sjaldan verið svona tæpur í útsendingu. Grey kallinn. Ef það yrði selt inn á svona fighting í hringnum á milli þeirra tveggja, þá myndi ég halda með Simma.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Afmynduð

Ég er með bólu á sólbrenndu nefinu. Það er hvorki smart né þægilegt.

Valdaójafnvægi

Hehehehe ég er að hlusta á 3 sjö ára drengi reyna að ákveða á hvaða videospólu skuli horft. Í upphafi var sett reglan meirihlutinn ræður en erfitt reynist að fá fram hreinan meirihluti í spóluvali þessu.

Napoleon Dynamite

Eftir hið sjokkerandi kvöld þegar við komumst að því að Ásvideo verslaði ekki inn Napoleon Dynamite, þá tók Doddi þá taktík að spyrja alltaf hvort Napoleon Dynamite væri nokkuð inni, þegar hann fór að leigja spólu. Aumingja eigandinn var orðinn hálf hvumsa, en viti menn, þegar ég hljóp yfir götuna og á videoleigu í gærkvöldi, blasti við mér glænýtt og glansandi hulstrið af Napoleon Dynamite. Eftir að hafa skrækt eins og smápíka á Bítlatónleikum með hulstrið í hendinni, ákvað ég að leigja hana ekki. Doddi gat nebblilega ekki horft með mér í gærkvöldi. Eftir æsilegt plott og fjölskylduflækjur æxlaðist atburðarásin samt þannig að ég leigði myndina seinna um kvöldið. Þá var klukkan orðin margt og ég endaði á því að sofna yfir myndinni. Þetta er eins og að hafa beðið eftir áramótunum á gamlársdag þegar maður var krakki. Eftir að hafa hoppað og skoppað af æsingi allan daginn var maður sofnaður fyrir miðnætti með skotblysagleraugun á andlitinu. Allavega engir flugeldar í gærkvöldi. Djö.......

Góður leigjandi maður!!

mánudagur, júlí 25, 2005

Soccermom

Fékk að vera soccermom um helgina þegar Ingvar keppti á sínu fyrsta fótboltamóti. Það var hið árlega Strandamót. Veðrið lék við okkur og það var rosalega gaman að horfa. Ingvar var í lélegra Leiftursliðinu, sem er bara allt í lagi eftir samtals 6 vikna fótboltaiðkun. En það sem var líka skemmtilegt við það að vera ekki í erfiðasta riðlinum, var að þá voru þeir líka að vinna leiki. Þeir unnu 3 leiki og töpuðu 2. Ingvar skoraði 4 mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri, tvisvar. Sem er kúl og maður varð að vanda sig að verða ekki grobbinn:) Annars var guttinn í primadonnuleik, lá frammi og var ekki mikið að hjálpa til í vörninni. En þetta var gaman.

Svo fékk ég tvær góðar vinkonur úr leynifélaginu að sunnan í heimsókn. Þessar uber svölu konur gerðu ofsalega mikið fyrir mig og björguðu ef til vill einhverjum lífum með komu sinni:)

Líf og fjör.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Erfiðistu fæðingahríðir

sem ég hef upplifað var ekki að koma börnunum mínum í heiminn, heldur að koma filippeysku húshjálpinni minni til landsins. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn heitir Lydia Surban Capritit, hugguleg filippeysk kona með BA próf, sem ætlar að koma og taka að sér skyldur heimilisins í vetur. Við Þóroddur hrúgum nefnilega bara niður börnum í synd og stöndum svo ráðþrota frammi fyrir því hver eigi að hugsa um þau. Jæja um tíma leit út fyrir að hún Lydia tæki það að sér en ég er farin að efast. Ég er orðin örvæntingarfull af allri þessari skriffinnsku. Hvað varðar útlendingastofnun um það hvaða skónúmer maðurinn hennar notar??!! Er einhver sérsök færni í að drepa menn með skóm sem eru af ákveðinni stærð? Ja, maður spyr sig.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Get ekki orða bundist

hvað mér finnast foreldrar sem fara með börnin sín á fótboltamót og detta í það á tjaldstæðunum aumkunarverðir. Það er nýafstaðið Nikulásarmót í Ólafsfirði og fylleríið á fullorðnu fólki sem á að heita að vera að fylgja börnunum sínum var viðbjóðslegt. Fyrir hvern er verið að fara á svona mót? Ömurlegt er til þess að hugsa að það séu börn sem dauðkvíða fyrir því að keppa á fótboltamótum af því að foreldrarnir geta ekki verið til friðs. Hálfvitar!!

Líf og fjör

og allt í gangi. Tölvan er búin að vera í viðgerð. Viftan gaf sig. Þar sem að við þurftum að stækka harða diskinn gerðum við það bara í leiðinni og keyptum okkur utanáliggjandi harðan disk, flakkara, sem má plögga í hvaða sjónvarp sem er. OOOOOOOOOOOG hann er með alla seríuna af LOST og Desperate Housewifes. Ekki slæmt fyrir illa haldinn sjónvarpssjúkling. Svo er víst hægt að fylla flakkarann af tónlist og svo sendir hann út á einhverri FM rás og svo stillir maður bara á þá rás í útvarpinu í bílnum. Sem er kúl. Og svo má kaupa lítinn skjá og þá fær maður frið fyrir Ingvari á langkeyrslu. Jamm ég er bara frekar sátt við þetta fyrirbæri.

mánudagur, júlí 11, 2005

Safnadagurinn

Skruppum yfir Lágheiði á Vesturfarasafnið á Hofsósi í gær. Það var mjög flott og ég mæli hiklaust með því nema ef þið þyrftuð á skipta á barni á Hofsósi. Það er ekki hægt. Nema í aftursætinu á Volvo V40. Hehe ótrúlegt samt að þegar ég hringdi í 118 til að komast að því hvort það væri ekki sundlaug eða íþróttahús eða eitthvað þarna, þar sem hægt væri að skipta á barni, þá svarar gella sem var frá Hofsósi. Tilviljun eða æðri máttur?
Mér fannst samt eitthvað svo sorglegt að vera þarna á safninu. Það eru svo miklar hörmungar á bak við hverja fjölskyldu sem fluttist þarna út. Fátækt sem rak fólk af stað, barnadauði á leiðinni yfir hafið og endalaust strit þegar til fyrirheitna landsins var komið.
Jamm.

föstudagur, júlí 08, 2005

Af blúshátíð

Sjæse hvað ég fór á góða tónleika í gærkvöldi. Ég er enn að jafna mig. Hafiði upplifað það að vera stödd á einhverjum viðburð og vorkenna öllum sem eru ekki þar? Þannig leið mér í gærkvöldi. Aumingja, auminga allir sem voru ekki þarna. Það var upphafskvöld Blúshátíðar norðursins í Ólafsfirði. Ég hafði alls ekkert frekar hugsað mér að borga mig inn á tónleikana í gærkvöldi, hafði eiginlega bara hugsað mér að vera á röltinu um bæinn um helgina án þess að borga endilega fyrir það, hehehehe. Ég vissi líka að Friðrik Ómar frá Dalvík væri aðalnúmer kvöldsins og þó mér þætti hann svosem ágætur þá er enginn spámaður í sínu heimalandi eða heimabyggð í þessu tilfelli.
Þegar ég var svo á röltinu í gær og var búin að mæta bæði Jóni Ólafs og Samma í Jagúar þá fóru að bærast í mér efasemdir hvort ég væri ef til vill að missa af einhverju??? Las mér til og sá að Friðrik Ómar var búin að setja saman Big Band með Jóni og Samma, Pétri úr Buffinu, Róbert Þóhalls og fleiri þungavigtarmönnum og auk þess voru Regína Ósk, Margrét Eir, Heiða idol og Alma Rut í bakröddum og ætlaði gaurinn að vera með Elvis Presley tribute. Nú fílaði ég alls ekki Elvis Presley en hugsaði með mér að það gæti ekki sakað að sjá þetta. SEM BETUR FER!! Það bara gerðist eitthvað rosalegt þarna í gærkvöldi. Friðrik Ómar var rosalegur og honum bara óx ásmegin þegar leið á kvöldið og toppaði í lokalaginu. Honum tókst að gera mig að Elvis aðdáanda eftir kvöldið. Skrítið að sjá lög sem maður hefur heyrt milljón sinnum eins og All shook up og hrífast frá toppi ofan í tær. Ef þetta lag hefði komið í útvarpinu í bílnum, hefði ég mjög sennilega skipt um stöð. Og þetta gerðist bara hvað eftir annað........... nú skil ég af hverju þessi útúrdópaði offitusjúklingur var svona dáður. Ef hann hefur verið hálft eins góður og Friðrik Ómar (sem hann mjög sennilega var:) ) með hálft eins gott sveifluband fyrir aftan sig og bakraddirnar shit!! Þá skil ég núna í fyrsta skipti af hverju fólk flykkist á Graceland og grenjar.
Og bakraddirnar................... maður fattar það aldrei nema á live tónleikum hvað flottar bakraddir eru sjúklegar!!
Jæja ég ætla að ljúka þessari ruglingslegustu færslu minni ever. Svona gerist bara þegar maður verður swept away. Takk Friðrik Ómar og þið hin. Þetta voru án efa albestu tónleikar sem ég hef farið á. Kalt mat!!

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Róbert vinur minn bloggar hvað Napoleon Dynamite er fyndin mynd. Þar sem mér finnst fátt betra en að veltast um af hlátri, hugsaði ég með mér að ég gæti ekki látið þessa mynd framhjá mér fara. Áfangastaðurinn var Ásvideo á Dalvík þar sem Ólafsfjörður býr ekki svo vel að hér sé videoleiga. Það er líka í lagi þar sem sjónvarpsgláp er undan rifjum djöfulsins runnið. Þar sem að umrædd mynd var ekki sjáanleg í fljótu bragði var grennslast fyrir um hvort hún væri ef til vill í útleigu í augnablikinu. Nei. Skýringin var önnur. Eigandanum hafði borist til eyrna að þetta væri svo hrútleiðinleg mynd að hann ákvað að versla hana ekki inn. Jahá. Þar sem forvitnin er núna að drepa mig verð ég líklega að leigja hana á Akureyri. Sem er verra. Dagsektir fattiði.

Dauðans netleysi

Netið mitt datt út um daginn. Ég hringdi í þjónustuver Símans til að kippa þessu í liðinn. Eftir að hafa beðið í 38 mínútur á línunni (klukka á skjánum á símanum) svaraði mér mesti örviti veraldar. Hann vildi vita hvaðan ég væri að hringja og ég sagðist vera að hringja frá Ólafsfirði.
Örviti: Ólafsfjörður? Er það sama og Ólafsvík?
Ég: Nei
Örviti: Er Ólafsfjörður fyrir austan?
Ég: Nei norðan
Örviti: Já, það var nefnilega rafmagnslaust fyrir austan sem gæti skýrt netleysið.
Ég: Neinei, ég er fyrir norðan.
Örviti: Bíddu ég ætla aðeins að tékka á þessu. (bið) Heyrðu ertu ekki rétt hjá Reyðarfirði?
Ég: Nei
Örviti: Ó það hefði nefnilega getað útskýrt netleysið.

Jæja þá byrjaði guttinn að spyrja út í routerinn minn og kom þá í ljós að hann hafði aldrei séð router sem hét Linksys og kunni ekkert á hann. Þar sem ég hafði beðið í 38 mín eftir þjónustu þá vildi ég vita hvort það væri einhver annar að vinna sem kynni kannski á Linksys. En guttinn fullyrti að svo væri ekki. Hann spurði engan en vissi þrátt fyrir það að enginn af þeim sem var á vakt kynni á Linksys. Þá spurði hann hver hefði tengt hann og ég sagði að maðurinn minn hefði stungið snúrunum í samband. Já okei, sagði guttinn, viltu þá ekki bara biðja hann að hringja í þjónustusímann þegar hann kemur heim? Fífl. Frábært að bíða í allan þennan tíma til að láta örvita segja sér að það sé betra að kallinn á heimilinu hringji í þjónustusímann. Ástæðan fyrir því að ég brjálaðist ekki og lét þetta fífl heyra hvað mér fyndist hann heimskur, er sú að í upphafi símtalsins var sagt að öll símtöl til þjónustuversins væru hljóðrituð. Heppinn hann. Og ég reyndar.

Ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna er sú að ég lét mig hafa það að hringja aftur í þjónustusímann, lenti á hrikalega klárum náunga og í sameiningu forrituðum við routerinn minn upp á nýtt. Skrítið að hann kunni á Linksys, hann hlýtur að hafa byrjað að vinna þarna í gær. Og hann spurði ekkert hvort ég væri með typpi áður en við byrjuðum. Og viti menn.. þrátt fyrir að vera kvenmaður gat ég fylgt leiðbeiningum í gegn um síma og komst bara á netið að því loknu. Kúl.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Gubb

Það er ógeðslega dimmt og drungalegt, geðveikt rok og viðbjóður. Mig langar í amerískar pönnukökur með smjeri og syrópi. Ein er samt að fíla þetta og það er hún Ester Helga sem sefur aldrei betur í vagni en einmitt þegar hann gengur allur til í rokinu og regnið glymur á skyggninu. Maður dauðskammast sín að láta annað fólk sjá að barnið sofi úti í þessu veðri. En þetta vill hún. Skrítna barn.
Hitt skrýtna barnið mitt var uppi á Kárahnjúkavirkjun í gær. Þegar frænka hans spurði hann hvað hann vildi í síðbúna afmælisgjöf frá henni, svaraði hann: "Ja......... mér finnst eiginlega best að vera á sólstól á pallinum hjá afa Jóa." Frænkan stóð eftir hvumsa og veit eigi hvort hún á að gefa pall eða sólstól nema þá hvoru tveggja sé. Auðvelt að gera syni mínum til geðs. Það er liðin tíð þegar Baldur hringdi af sjónum og spurði Ingvar hvað hann vildi í 4 ára afmælisgjöf. Þá var svarið: "Dauðann, gráan fisk."
Ég er enn í náttbuxunum enda sé ég ekki nokkra ástæðu til þess að klæða mig á þessum leiðinlega degi. Aðra sögu er að segja af honum Þóroddi mínum sem er búinn að bjarga einu mannslífi í dag, í orðsins fyllstu. Kallinn fór bara á ljósunum inn á Akureyri. Ussss..... Tom Cruise hver?

föstudagur, júlí 01, 2005

Einn er sá stimpill sem ég hef fengið á mig og ætlar að verða langlífur og hann er sá að ég sé svo góð með mig að ég geti ekki heilsað fólki og svo sé ég svo grimm á svipinn að fólk þori heldur ekki að heilsa mér að fyrra bragði. Sko, með það að vera grimm.......... ég get ekkert að því gert. Það er bara andlitsfallið sem mér hlotnaðist í genalottóinu. Ég efast um að neanderthalsmennirnir hafi alltaf verið svona hugsandi. Og hitt, það að ég heilsi aldrei.... ég er næstum því löglega blind. Ef að þið væruð búin að lenda í því jafn oft og ég að veifa glaðlega í fólk sem veifar ekki til baka heldur starir á mig eins og ég sé geðveik, þá mynduð þið líka hætta að veifa. Ég hljóp líka veifandi og kallandi í veg fyrir bíl sem að ég hélt að væri mamma en þá var það einhver maður á svipuðum bíl. Ekki einu sinni á eins bíl.
Nú er ég farin að spyrja Dodda áður en ég veifa: "Er þetta ekki Magga sem labbar þarna með dóttur sína?" og hann svarar iðulega: "Þú ert blind! Þetta er einhver maður með hund!" Eða þá að ég segi: "Nei en hvað þessi lömb eru skrítin á litinn" og hann segir: "Þetta eru beljur í kílómetra fjarlægð" Ég er nefnilega ekki heldur með neina dýptarskynjun og skynja þar af leiðandi fjarlægðir mjög illa.
Þannig að ef þú sérð mig og langar til að kasta á mig kveðju, þá er ég ekki reið að þykjast ekki taka eftir þér. Eða mjög líklega ekki. Þú gætir náttúrulega verið fífl. Ég veit ekkert hverjir eru að lesa. En þið hin. Sjáumst.

Reynið að forðast

það að horfa á Closer með ömmum ykkar. Ég var búin að leigja Closer á DVD og koma mér makindalega fyrir, þegar inn um dyrnar droppar amma í Varmahlíð og maðurinn hennar, hann Kiddi. Ingvar, Doddi og Kiddi skruppu svo á bát sem þau voru með meðferðis út á Ólafsfjarðarvatn að veiða, Ester var sofnuð svo að ég smellti ræmunni í. Ég sagt ykkur það, að þegar þeir voru að klæmast á spjallrásinni á netinu, þá þráði ég svona soul leaving the body experiance. Nú heldur amma að ég sé klámhundur sem leigir sér bara viðurstyggilegar bíómyndir.

Hvað er neyðarlegra

en að láta taka mynd af sér með barnavagninn á göngu fyrir bæjarblaðið??
Það er þegar myndin sem tekin var er ekki einu sinni birt í bæjarblaðinu.