luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 29, 2006

Sérfræðingadjókur

Sérfræðingur sagði mér þennan brandara: Allý, veistu hver er munurinn á mér og Guði?? Nei ég vissi það ekki. Guð veit að hann er ekki ég.
Og þá rifjast upp brandari sem ég held að ég hafi ekki sagt frá hér áður. Hann er af bæklunarlæknum sem voru að ganga stofugang. Þeir koma að rúmi einu og læknirinn sem var í forsvari spyr: Góðan daginn, er það Jón? Því bæklunarlæknar muna andlit ekkert of vel. En sjúklingurinn svaraði: Hérna á þessari deild heiti ég Femur og Ríkarður á mig.

sunnudagur, mars 26, 2006

Afmælisbarn dagsins


Ég verð að herma eftir Jóa Króa.
Afmælisbarn dagsins er hann Jón Fannar.
Hérna..... Jón, hvað varstu eiginlega að gera?
Vona að þú sért að rústa Jessup í D.C á ammilinu þínu.
Love úr Eskihlíð

Skaðræðistrygging


Ætli það sé hægt að kaupa sér tryggingu fyrir skaða af völdum skaðræðiskrakka. Ester Helga henti Dr. Bob í gólfið og ég sé ekki fram á að hann muni hafa það af. Eins og ég var búin að umpotta honum og leggja ýmislega á mig til að halda afleggjaranum, sem mér var gefið, á lífi. Dr. Bob var þvílíkt búinn að taka við sér síðustu daga og stefndi í glæsilegt líf. En nú eru stilkarnir brotnir. Maður vill ekki drepa Dr. Bob. Það er bara þannig.

Queenblogg 2

Fjandinn ég gleymdi Seven Seas of Rhye. Sem er skandall en ég vona að mér fyrirgefist.

Nerdismi

Ef það yrði keppt í ultimate Nerd 2006 þá myndi ég rústa því. Ester Helga, skaðræðisdóttir hans Þóroddar, tók gleraugun mín og sneri af þeim aðra spöngina. Ég er eftir sem áður blind án gleraugnanna og þarf að nota þau þar til ég fæ mér ný. Ég byrjaði á því að reyna líma spöngina á aftur með innpökkunarlímbandi. Það hvorki lúkkaði né hélt vel. Því er ég með gleraugu með einni spöng, þarf því að passa posturið sérstaklega vel og sé auk þess skakkt. Ultimate nerdismi.

föstudagur, mars 24, 2006

Egóblogg

Viljiði gera forvitinni konu greiða?
Viljiði segja mér, hver þið eruð sem lesið bloggið mitt og eruð í Bern í Sviss, John Hopkins medical institution, Dublin á Írlandi, Uppsala í Svíþjóð, Madrid á Spáni og Finnlandi? Þessar heimsóknir koma of oft til að vera tilviljanir og ég get ekki staðsett nokkurn sem ég þekki þarna.

Fögur kaup

Í gær gerði ég fegurstu og jafnframt mikilvægustu kaup lífs míns. Þau eru guðdómleg. Sem betur fer fékk ég hjálp hjá fágðustu konu Reykjavíkur, fröken Bergþóru. Með hana mér við hlið gat ég verið viss um að ákvörðunin, sem ég var eiginlega búin að taka, var rétt.

Queenblogg

Langt síðan ég átti síðasta Queenblogg. Málið er að ég er einn sá alharðasti Queen aðdáandi sem um getur í mannkynssögunni. Ég tel það mér til til tekna. Einhverjir hnakkar gætu talið mér það til lasts en hver vill vera hnakki? En það sem ég tel ákaflega mikilvægt að koma á framfæri til heimsins núna er það, að mín tilfinning er sú að flestir láti allraallrabestu Queen lögin framhjá sér fara. Bestu lögin eru í gæðaröð:
1. These are the days of our lives
2. I'm going slightly mad
3. Love of my life (sem kemst einhverra hluta vegna ekki á einn einasta fokking safndisk)
3. Innuendo
4. Too much love will kill you
5. Who wants to live forever
6. Good old-fashioned lover boy (ætti hreinlega að vera skyld- slogan allra samkynhneigðra karlmanna)
7. You're my best friend
8. One Vision
9. Bohemian Rhapsody
10. Don´t stop me now
Jæja þá getur einhver lagst yfir þetta sem hefur ekkert of mikið að gera.

Ljóta klúðrið maður

Glöggir, fjölmargir lesendur þessarar síðu hafa vafalaust ekki látið það framhjá sér fara að það voru tveir linkar á MögguVaff í tæpan sólarhring. Skýringin er ekki skýlaus aðdáun mín á Margréti Valdimarsdóttur, þó afar talnaglögg sé og fær í öryggisbili. Heldur sú að ég kópera alltaf næsta link fyrir ofan þegar ég bæti nýjum við og ég gerði smá mistök. Linkurinn átti að vera á Sigga Shalom sem ég þekki nánast ekkert, en mjög margir vinir mínir þekkja hann og ég hef oft setið með honum í veislum. Hann ritar pistla sem mér eru að skapi. En lærdómsríkast er þó að 4. árs læknanemi getur gert mistök. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Útsölurök

Ansi finnst mér það alltaf ódýrt að túlka skoðanaágreining sem væl. Sumir hafa bara það mikil prinsipp að þeir vilja vera continent á hægðir. Aðrir vilja bara finna sér betri og betri lubricanta og finnst þeir meiri menn fyrir vikið. Er ég verulega pirruð núna?? Já það er ekki alveg laust við það.

miðvikudagur, mars 22, 2006

One Tree Hill

Snorri, One Tree Hill er í boði Natracare. Einhverjar vísbendingar?

sunnudagur, mars 19, 2006

Narcissos

Stundum finnst mér Ester Helga alveg eins og Doddi. Þá finnst mér hún jafnframt sauðsleg. Eða simpansaleg öllu heldur. Eins og simpansinn í PepsiMax auglýsingunni sem fær leiðbeiningar um að keyra út á flugvöll. Hann minnir mig á svipmót sem Doddi og Ester setja stundum upp.
En stundum horfi ég á Ester og finnst hún vera alveg eins og ég. Mér finnst ég vera að horfa á eigin spegilmynd. Mér finnst hún aldrei fegurri en einmitt á þeim stundum.

mánudagur, mars 13, 2006

Kompás

Þessi Kompásþáttur var rosalega lélegur. Rosalega léleg rannsóknarfréttamennska. Ekki það að ég taki þessu sem einhverja árás á mitt fólk. Það er bara grundvallaratriði í rannsóknarfréttamennsku að skoða allar hliðar málsins. Það var ekki gert í gær. Þetta var bara æsifréttamennska. Það var allt lélegt. Meira að segja hljóðið var lélegt.

sunnudagur, mars 12, 2006

Víðsýni og sterk heimssýn

Stöð 2 hefur síðustu daga auglýst Kompás þáttinn sem þeir ætla að sýna í kvöld. Það er myndbrot þar sem Jóhannes M. Gunnarsson hendir fréttamanni út af skrifstofu sinni fyrir asnalegar spurningar. Jóhannes er svo töff. Hann er ekki þröngsýnn og skortir ekki heimssýn. Ég hlakka til að verða eins og Jóhannes. En fyrst á ég eftir að ganga í gegn um það að vera þröngsýnn unglæknir með skort á heimssýn.

Ónefni banka

Voðalega finnst mér þetta nýja nafn, Glitnir, eitthvað asnalegt. Kallið mig gamaldags, en mér finnst að nafn banka eigi að enda á banki.
Á mbl.is stendur eftirfarandi: Við vorum í þeirri einstöku stöðu að eiga gott íslenskt nafn sem er jafnframt þekkt vörumerki, Glitnir, sem uppfyllir öll þau skilyrði sem prýða gott nafn; Það hefur jákvæða merkingu í hugum Íslendinga, á sér sögulega skírskotun, er bæði íslenskt og norrænt í senn, er auðvelt í framburði á helstu tungumálum og inniheldur eingöngu alþjóðlega stafi.” Hið nýja nafn á rætur að rekja til Norrænnar goðafræði en í Gylfaginningu segir frá Glitni sem var heimili Forseta, sonar Baldurs og Nönnu. Sagan segir að þaðan hafi allir gengið sáttir.
Já, hver þekkir ekki hina gömlu góðu dæmisögu um heimili Forseta gamla?? Þó verð ég að viðurkenna að ég tengi bara við fjárfestingafyrirtækið, sem gerði fólki sem ekki átti bót fyrir boruna á sér, kleift að keyra um á dýrum jeppum. Og það er ekkert sérstaklega jákvæð merking, ekki í mínum huga allavega. En það er eflaust fullt af fólki sem finnst það jákvætt. Mér finnst þetta bara svo sérkennileg þróun hjá íslenskum fyrirtækjum þessi síðustu misseri að breyta nöfnum og einkennismerkjum, sbr. gamla KEA merkið. Það er eins og það þyki ekkert töff að eiga sér langa sögu. Í mörgum öðrum löndum þykir það einmitt mjög töff, að fyrirtæki eigi sér langa sögu. Það er til tákns um stöðugleika fyrirtækisins. En ekki á Íslandi. Enda erum við alltaf svo voðalega á tánum þegar kemur að tísku og nýjungum. Nú þurfum við bara að hafa okkur öll við að muna hvaða fyrirtæki heita hvaða nýju nöfnum og þá getum við öll verið töff saman í nýju álheilgöllunum sem verða brátt einkennisbúningar þessarar þjóðar.

Sunnudagsmorgunn

Stundum þegar ég vakna seinna en restin af fjölskyldunni, þá velti ég því fyrir mér hvar þau eru að ala manninn. Þau hafa voðalega gaman af því að æða eitthvert á sunnudagsmorgnum. Það hef ég ekki. Allavega ekki fyrir hádegi. Þá er nótt. Það þýðir samt ekki að ég sé að vakna núna, ég er búin að vera vakandi í góðan klukkutíma, og hef því nú í rúma klukkustund ekki haft hugmynd um það hvar fjölskylda mín er. Ég er pollróleg þrátt fyrir það. Skömm að því að sofa svona lengi samt. Það er ekki eins og ég hafi góða afsökun eins og ærlegt fyllerí, með tilheyrandi kostnaði, ælum og fjöri. Nei, ég bara elska rúmið mitt svoooooooo mikið.

föstudagur, mars 10, 2006

Belgíska Kongó

Við Doddi fórum á Belgíska Kongó í Borgarleikhúsinu áðan. Ég held ég hafi aldrei, aldrei, aldrei, hlegið meira á leiksýningu. Þetta var æðislegt. Ég hef nú aldrei verið neinn aðdáandi Eggerts Þorleifssonar en maðurinn er frábær í þessu hlutverki. Ég hló ennþá svo mikið þegar ég labbaði út úr salnum að ég grét og hristist og var farin að dauðskammast mín, en gat samt ekki hætt. Það bara verða allir að sjá þetta.

Allt og ekkert blogg

Var að koma heim af bráðamóttökunni. Þar var ég þá búin að vera síðan rúmlega 9 í gærmorgun. Nú get ég ekki sofnað og ég er svöng. Hvað get ég fengið mér að borða núna? Ef ég væri í New York þá væri þetta lítið vandamál. En ég er ekki þar. Ég er hér.

Tvær af mínum uppáhalds eiga afmæli í dag. Þórgunnur systir og Svala sálufélagi. Gaman af því. Hvað eiga þær sameiginlegt fæddar á þessum degi? Ja, upp í hugann kemur gríðarleg aðlögunarhæfni og hæfileiki til að láta sér lynda við fólk. Og auk þess umönnunarþátturinn. Hann er sterkur hjá báðum. En nú er ég farin að poppa mér örbylgjupopppoka.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Spegill á uppeldið

Palli kom og borðaði með okkur kvöldmat í kvöld. Ester var óþekk við matarborðið eins og venjulega. Ester er afar matvönd og matartímarnir eru nánast alltaf martröð. Það endaði með því að Ester var sett frá borðinu og hún stóð frammi í holi og stóð á orginu. Þá fór Ingvar að útskýra fyrir Palla hvernig þessu væri nú háttað hér hjá okkur.
"Sko hún fer frá matarborðinu þegar hún vill ekki borða, og ef hún öskrar þá setjum við hana fram á mottuna. Það er skammarkrókurinn hennar. Og þar er hún þar til hún vill borða það sem er í matinn. Eða þar til við gefumst upp. Þá fær hún það sem hún vill."

þriðjudagur, mars 07, 2006

ER

Í gær vorum við Baldur bæði húðskömmuð af meltingarsérfræðing. Ekki þeim sama þó. Það er frekar spes. Ég átti það ekki skilið. Baldur átti það pottþétt skilið. Svo fór ég á Vegamót til að drekka kaffi með vinkonu minni. Þar er ég skömmuð af deildarlækni fyrir að hafa ekki skrifað bréf, sem ég skrifaði þó. Ég er misskilin. Fórnarlamb.

mánudagur, mars 06, 2006

Það er ekki allt fengið með sældinni.

Vissulega er ég með húshjálp sem þvær þvottana mína en ég á líka afar smáa, þæfða ullarpeysu sem passar á Baby Born.

sunnudagur, mars 05, 2006

Dæmisaga um stolt

Strákarnir voru orðnir einum færri. Árni var hættur. Hvað gátu þeir gert? Þeir kölluðu í litlu stelpuna sem þeir höfðu skilið útundan skömmu áður. "Okei þá Sif, þú mátt vera með núna. Árni er hættur." Og Sif kom.

laugardagur, mars 04, 2006

Hrafnhildur

Til hammara með ammara

Til þeirra er láta sig málið varða

að loknu þrítugsafmæli hefur sagan ekki verið sögð.

föstudagur, mars 03, 2006

Mér finnst eins og hér eigi að koma blogg

Síðasta prófið er á eftir. Röntgen. Eftir að hafa skoðað rtg. myndir á breiðtjaldi frá klukkan 14.00 í gær til 22.00, þá líður mér núna eins og ég gubbi ef ég þarf að horfa á aðra rtg. mynd. Vona samt að ég gubbi ekki í prófinu. Það væri svo neyðarlegt og ég færi öll í flækju og væri alltaf að hugsa um að hvað öllum hinum fannst um það að ég gubbaði í rtg. prófinu.
En svo á ég flug norður strax eftir próf og ég er ekki byrjuð að pakka. Kannski ég ætti að vera að gera það frekar en að skrifa þennan fullkomlega tilgangslausa pistil. Cousin Hab er þrítug á morgun með veislu í aften. Humm og þar sem aldursbilið á okkur Hrafnhildi breytist aldrei neitt þá minnir þetta mig á óhugnarlega staðreynd. Samt svo skrítið, því ég er svo sæt og hress.
Að lokum langar mig að þakka Barógenginu:

Tinnu, Sigga, Ásthildi, Sverri Inga......
Heiðrúnu og Hildi

fyrir að koma mér í gegnum Barotraumað í þetta skiptið. Því eins og ég hef bent á áður, þá fáum við tveggja daga frí núna, sem nær einmitt yfir helgi, áður en 11. vikna upplestrarfrí fyrir medicin og kirugiuprófin hefst. En þegar hér er komið við sögu er venjulega byrjað að grýta einhverju í mig. Samt Facta.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Pólitík

Þrátt fyrir að vera vel yfir meðallegi vel gefin, þá er eitt sem ég skil ekki alveg. Já ég veit, eitt. Það er notkun stjórnmálamanna á orðinu pólitík með viðskeytum ýmis konar. Heilbrigðisráðherra sagði í Kastljósinu í gærkvöldi að ef það ætti að færa TR frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis þá væri það pólitík. Svo eru þeir alltaf að taka pólitískar ákvarðanir. Það er pólitískur vilji að framkvæma suma hluti, og stundum ríkir þverpólitískur vilji um að framkvæma þá. Þá er þverpólitísk samstaða og allir eru kátir á þingi.
Ég skil þetta í samhengi en ekki notkunina á orðinu. Hvenær er ákvörðun pólitísk ákvörðun?

Klukkutími í próf

og ég er drullustressuð. Þetta er frekar kúl fag, meinefnafræðin, og þetta er svona fag sem ég myndi vilja kunna alveg 100%. Og ekki bara fyrir þetta próf heldur alltaf. Það er því til marks um fullkomið skipulag læknadeildar að þetta fag gildir 1 einingu. Vá bara við að skrifa þetta verður það ljóslifandi hvað þetta er fáránlegt. Þetta gildir jafn mikið og samskipti læknis og sjúklings á fyrsta ári, sem enginn las undir og allir fengu 9.5 eða hærra í. Þetta er drullumikið efni og mikill tími sem fer í þetta ef maður vill líka skilja ferlana. Jamm ein eining takk fyrir. Og þeim finnst það sjálfsagt full nógu mikið fyrir okkur.