Af miðnæturumræðum
Gísli Kort: "Ég hef ALLTAF skynjað Dodda mjög sterkt sem kynveru!"
awakening
Ég sit og uppfæri mbl og fylgist með leiknum. Get ekki horft á beinu útsendinguna á ruv.is.
Og enn situr læknisfrúin á náttfötunum. Í þetta skipti í USA. Frúin á heimilinu er að keyra Kristínu í próf (guð minn góður hvað það er góð tilfinning að einhver annar var að fara í próf) og restin af heimilisfólkinu sefur. Klukkan er nefnilega ekki mjög margt hér, rúmlega 7.00 en það er samt hádegi á minni líkamsklukku svo ég er mjög vel sofin.
ALDREI veikari!! Helvíti gaman að vera á leiðinni til Shoppinapolis Shoppinsota þegar krónan er í sögulegu lágmarki. Ég er fáránlega hress með það. Þetta þýðir jú það að ég verð að eyða tíma með fólkinu sem ég er að fara að heimsækja. Auja og Gísli eru reyndar alveg skemmtileg og það verður spennandi að hitta Kristínu í USA, hún er ábyggilega farin að tala með hreim already. Ég verð samt að viðurkenna að ég hlakka mest til að spila póker í indjánacasino. Það þýðir ekki að ég eigi við vandamál að stríða, póker er eins heilbrigt áhugamál og hvað annað.
Eiginmaður minn er inni í herbergi hjá syninum, á fóninum er Back for Good með Backstreet Boys og þeir eru báðir að syngja hástöfum með. Hvað er í gangi veit ég eigi. En ófögur eru hljóðin.
Af hverju sér maður ekki leikarana í Bold and the Beautiful fá fleiri verðlaun á Golden Globe? Eða ef ég umorða þetta, fá verðlaun?
Ég þekki systkini sem eru Eyjólfsbörn. Tvö þeirra virðast ekki þekkja skemmtilegri athöfn en þá að fótósjoppa af mér myndir.
minni eða annara?
Ég sat í dag og kleip í alla keppi sem ég gat fundið og fannst þeir eitthvað með minna móti. Gólaði því glöð í bragði: "Sjitt hvað ég er sjúklega mjó!"
og fleiri vel samanfléttuð blótsyrði.
Nú er ég búin að margtyggja hér á blogginu hvað mér þykja þetta viðbjóðslegir frasar og samt heldur fólk áfram að skrifa þetta tvist og bast út um allt internetið!
Hvernig vogar maðurinn sér að afskrifa David Beckham sem er bæði góður og fallegur og hefur aldrei gert neinum neitt??
Í vikunni lét vinur minn út úr sér: "Týpiskt! Og ég sem var búinn að stóla á þennan heimsendi!"
Ingvar hefur opnað banka. Hann heitir Smárinn. Hann hefur tvo viðskiptavini, Dodda og Ester. Auk þess hefur Jón Gunnar opnað reiking í bankanum sem er innistæðulaus og svo held ég að honum hafi tekist að lokka Baldur og Sigga Árna til að opna reikning í kvöld. Gott dæmi um dinner sem skapar viðskipti. Hann sendir viðskiptavinum sínum yfirlit í tölvupósti. Jón Gunnar var að segja mér frá einu slíku sem honum barst:
Ester segir gjarnan "Nei takk" á ofur sætan hátt. Það er í eðli sínu kurteisislegt en hún misnotar það hins vegar gróflega.
Þegar Begga vinkona varð þrítug í maí (sjitt hvernig tilfinning ætli það sé að vera þrítug?) ákváðum við þrjár, ég, hún og Kristín H, að lyfta okkur eitthvað á kreik af því tilefni. Nú svo leið tíminn án þess að stundaskrár okkar næðu að stemma og í raun orðið styttra í þrítugsafmæli Kristínar Hörpu í nóv og því ákváðum við að lyfta okkur á kreik í tilefni af þrítugsafmælum okkar allra (þó mitt sé í raun á næsta ári - eða þarnæsta, ég man það ekki).
og kannski er ég það, en ég hef það á tilfinningunni að það hlakki í fólki þegar ég segi þeim hvað læknar hafa léleg laun. Serves you right you punks. Helvítis hrokkapyttirnir ykkar!
Eftir 6 ára háskólanám útskrifast verðandi læknir sem cand med og það gefur engin starfsréttindi, ENGIN. Maður hefur ekki rétt til að kalla sig lækni fyrr en eftir 7. árið, kandidatsárið.
Fæðingarlæknirinn sem starfar við hlið ljósmæðurinnar og er ábyrgur gagnvart konunni og barninu er með 7 ára grunnnám auk um 5 ára sérfræðináms (held ég) áður en hann má "starfa við sitt fag". Það gerir 12 ára nám, helmingi lengra en nám ljósmæðra.
(Þetta er áhugaverður punktur, því hvergi í umræðunni um ábyrgð ljósmæðra kemur fram að það er fæðingarlæknir sem er á endanum ábyrgur fyrir fæðingunni, og fæðingarlæknar eru jú mest lögsótta fagið innan stéttarinnar, því það lögsækir engin ljósmóðurina fyrir fæðinguna sem fór úrskeiðis. Innskot Allýjar.)
Þessi skipting í lækni, deildarlækni, aðstoðarlækni, lækni án sérfræðileyfis og sérfræðing er flókin. Launamunur innan læknastéttarinnar er mikill (þó hann sé mun minni hér á landi en víða annars staðar í Evrópu). Það gefur því mjög skakka mynd af því að taka meðaldagvinnulaun og meðalheildarlaun allrar stéttarinnar.
Það er mjög forvitnileg tafla á bls.13 í Morgunblaðinu í morgun. Maðaldagvinnulaun ýmissa umönnunarstétta í BHM árið 2007. Hjúkrunarfræðingar, 4 ára nám 298.657,-kr. Þroskaþjálfar 3 ára nám 291.715,-kr. Iðjuþjálfar 4 ára nám 338.243,-kr. Sjúkraþjálfarar 4 ára nám 304.156,-kr. Ljósmæður 6 ára nám meðaldagvinnulaun 308.173,-kr sem gerir 51.362 kr/háskólanámsár. Ljósmæður eru lægstar í þessum samanburði en hvað gerist ef við bætum læknum við listann sem er ekki gert í morgunblaðinu. Læknar með 6 ára háskólanám eru kandidatar, ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir eru með í dagvinnulaun en ég held að það sé 270.000,-kr 45.000kr/háskólanámsár. (274.000 þús Doddi minn)
Ég er deildarlæknir á LSH, ég veit hvað ég er með í laun. Mig langar að verða sérfræðingur í svæfingu- og gjörgæslu. Það er 12 ára nám áður en ég fæ að starfa við mitt fag á sjúkrahúsi eða á læknastofu úti í bæ. Ég hef lokið grunnnámi 6 ár, kandidatsárinu og einu ári sem deildarlæknir. Ég á því í dag að baki 8 ára nám. Meðaldagvinnulaun mín voru 306.132,-kr árið 2007. Það gerir 38.267kr/háskólanámsár. Þroskaþjálfarar eru með 97.238kr/háskólanámsár.
Mér finnst þessi samanburður eiga fyllilega rétt á sér. Hægt er að benda á að eftir að formlegu háskólanámi líkur séum við í launaðri vinnu og svo að við erum með hærri heildarlaun vegna vaktavinnu sem bætist við dagvinnu. En það eru engin rök. Ég myndi vilja fá hærra dagvinnukaup og minnka vaktavinnu-næturvaktir eru bókstaflega mannskemmandi.
Við unglæknar þurfum að koma þessum tölum á framfæri-við þurfum að sjást í þessari samanburðartöflu. Það er örugglega ekki tilviljun að okkar vantaði.
Kv Þóroddur
Það er yndislegt alveg hreint að fylgjast með samkennd þjóðarinnar í garð kjarabaráttu ljósmæðra. Það er gott til þess að vita að þjóðin metur nám og ábyrgð í starfi að verðleikum. Þá hljóta læknar með jafn langt nám og ábyrgð og lægri laun en ljósmæður að geta gengið að stuðningi þjóðarinnar vísum í komandi kjarabaráttu. Það er notalegt til þess að hugsa.