luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Af Hallelujah

Nennirinn í fólki að covera þetta leiðinlegasta lag í heimi. Alveg óþolandi lag hvort sem það er í flutningi Leonard Cohen eða Jeff Buckley eða þessarar snótar sem heldur að hún sé að fara að slá í gegn núna með þessum slagara.
Þetta er algjörlega yfirgengilega leiðinlegt horbjóðslag!

Af Rústað

Fór á vægast sagt athyglisvert leikrit í gærkvöldi, Rústað í Borgarleikhúsinu.
Ef maður væri að semja auglýsingu þá gæti hún hljómað svona: "Eru nauðganir, rasismi, mannát og limlestingar eitthvað sem þú færð aldrei nóg af? Þá er Rústað einmitt leikritið fyrir þig!"

Fallegt ekki satt?!
En allavega þá er verkið skrifað af ungum leikritahöfundi, Söruh Kane, sem eins og allar sannar stjörnur dó svo innan við þrítugt á dramatískan hátt. Leikritið gerði náttúrulega allt brjálað þegar það var frumsýnt en með árunum virtust gagnrýnendur ná sáttum við verkið og ná boðskapnum. Nú er talað um að Sarah Kane hafi breytt leikhúsheiminum varanlega með þessu verki sínu.
Boðskapurinn er nefnilega sá að við brynjum okkur fyrir hrylling og stríð og aðrar hörmungar gerast bara "annars staðar" og koma okkur þar af leiðandi ekki við, nema að það er náttúrulega pólitískt smart að vera á móti stríðum og mótmæla í hörmussum og fara svo í Hagkaup og kaupa sér lífrænt ræktað spelt til að baka bollur með Idolinu.

Ég var náttúrulega að deyja úr monti að sjá dóttur mína, Kristínu Þóru, leika á móti Edduverðlaunahafa Íslands nr. 1, sjálfum Ingvari E. Bæði fóru þau á kostum að mínu mati. Þá átti Björn Thors stórleik sem pati af hæstu gráðu.
Ef þú telur þig þola það - þá ættiru að skella þér! Ertu maður eða ertu wuzz?!





föstudagur, janúar 23, 2009

Af Geir

Úff nú dáist ég enn meir að yfirvegun Geirs í Kastljósþætti sem ég hef áður vísað í. Að vísu fannst mér hann þreyttur og dapur en það er enn merkilegra en áður að hann hafi náð að halda ró sinni. Það verður jú grynnra á pirring við streitu, sérstaklega hjá karlmönnum.

En nú verð ég að segja, og þetta er bara ég, en nú myndi mér líða ömurlega ef ég hefði verið að kasta eggjum í Geir. En hey, það er bara ég.
Enda hvernig ætlar fólk, sem kastar eggjum í æðsta ráðamann þjóðarinnar, hvað sem hann heitir eða hverra flokka hann leiðir, að ætlast til þess að viti borið fólk taki það alvarlega???

En það er bara mín skoðun. Þarf ekki að vera sú rétta endilega.

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Af læknadögum

Það var mjög gaman í dag, kom mér raunar pínu á óvart. Líka gaman að sjá fólk sem ég hef ekki séð lengi.
Já, og með þeim orðum líkur færslu þessari.

Af öllu mögulegu

Eftir pókerinn í gærkvöldi (sem ég vann bæðevei) þá sátu nokkrar (ó)ábyrgar konur aðeins lengur og ég kenndi þeim Canestu, mikilvægt að bera út boðskapinn sem víðast sko.
Spilið var ekki klárað og ég er undir eins og staðan er núna en munurinn er ENGINN!! 500 stig er EKKERT! Óhrein Canesta, ein lokun og einn þristur. Eða hrein Canesta. Anyways, allt getur gerst, það er augljóst.

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Flottur Steingrímur Joð

Traustvekjandi að heyra hann lýsa því yfir í Kastljósi kvöldsins að hann myndi byrja á því að skila láni alþjóðgjaldeyrissjóðsins komist hann til valda.
Og hvað ætlar hann að gera í staðinn?

"Uhh ég hef ekki verið við völd og því ekki getað kynnt mér hvaða aðrir kostir eru í boði"

Já í guðanna bænum sveipum manninn gylltum klæðum og komum honum í embætti svo hann geti byrjað á því að kynna sér hvað er í boði. Er þetta val eftir drekkutíma á leikskóla eða????

Grundvallaratriðið er þetta: Þetta fólk veit ekki hverju það er að mótmæla. Atlso það eru engar lausnir í staðinn. Ég hef engan heyrt koma fram með betri lausnir.

Og ef Vinstri grænir ætla að ganga til liðs við helvítis drulluháleistana í Framsóknarflokknum sem hafa alið af sér mestu glæpamenn þessa lands, bara til þess að komast til valda, er það þá lýðræðislegur vilji fólksins í landinu??

Steingrímur Joð veit ekkert!

Auðvitað þarf að hreinsa til það liggur í augum uppi en það er lágmark að fólk viti hvað það er að gera.

mánudagur, janúar 19, 2009

Af 50 árum

Ég var í yndislegu gullbrúðkaupsafmæli sætra hjóna á laugardagskvöldið. Eiginmaðurinn las upp úr korti sem hann hafði fengið frá eiginkonu sinni til 50 ára þá um morguninn. Í því stóð meðal annars: "Galdurinn á bak við 50 ár eru hvorki ást né kynlíf heldur vináttan"
Hve fögur voru þau orð. Og hve fagurt er að vera giftur besta vini sínum í 50 ár.

Og þá af meiri hressleika

Mér kemur raunar ekkert í hug sem er hresst, en meiningin með þessum skrifum er samt sjúklega hress.
Þannig að þið sem eruð að lesa þetta eigið að verða rosalega hress núna hafandi smitast af hressleikanum.
Nokkuð magnað eða?

föstudagur, janúar 16, 2009

Til minningar um Möggu Odds

Margrét Oddsdóttir var jarðsungin í dag.
Það er svo ótal ótal margt sem mig langar til að skrifa en öll orð sem ég reyni að velja verða einhvern vegin ónóg.
Þó það sé sárt að kveðja þá er ég samt svo ofboðslega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Það var mín mesta gæfa að hafa fengið rannsóknarverkefni hjá henni á 3. ári og hefði ég ekki getað gert mér það í hugarlund fyrirfram hversu mikill happdrættisvinningur það var í raun og veru.
Ég, sem er í grunninn verkkvíðin og neikvæð, kynntist þarna konu hverrar óbilandi kraftur, jákvæðni og lífsgleði var mjög hrífandi. Ég lærði bara á fyrstu vikunum að hætta að segja að eitthvað væri ekki hægt, það var allt hægt þegar Margrét var annars vegar. Svo reyndi ég það aftur þegar leið að SAGES þingi í Las Vegas, en einhvern vegin var ég samt farin að búa til veggspjald og komin upp í flugvél. Ferðastyrkur? Þeir koma! Og þeir komu.
Ég tek þetta með mér enn þann dag í dag að gera bara hlutina og hætta að hugsa um að gera þá.
Áður höfðum við kynnt sama verkefni á Skurðlæknaþingi Íslands og fórum þá þrjár til Akureyrar og gistum í íbúð sem fjölskylda Dodda átti þar. Það var rosalega skemmtileg ferð með göngu í Kjarnaskógi þar sem við óðum snjóinn upp í nára og ég hélt að ég myndi kafna við að halda við fimmtuga konuna.
Metnaðurinn sem hún hafði fyrir hönd okkar Hildar var líka alveg merkilegur, og hvernig hún kynnti okkur fyrir fólki var með þvílíku stolti, að mér leið verst að ég myndi ekki standa undir lofrullunni.
Það sem hún hló hátt og hvað hún gat verið hávær og hvað hún öskraði stundum á okkur, í kærleika, alltaf í kærleika.
Hún var margar vikur að muna nöfnin okkar Hildar í sundur og sagði lengi: Þú, þarna stelpa! Og hún þarna hin stelpa! Og alltaf flissuðum við Hildur.
Kaffisull drakk hún ekki og labbaði með okkur margar ferðir niður á GG þar sem hún splæsti í almennilegan kaffibolla. Ohh hvað koffeinistinn var óendanlega þakklátur fyrir þær kaffiferðir.
Henni fannst ég líka alltaf svo hokin og ýmist reif mig upp á hárinu ef ég sat eða rak olnbogann í bakið á mér ef ég stóð. "Réttu úr þér stelpa!"
Vandamál voru ekki til og það er fyndið að rifja það upp hvað hún brást alltaf hressilega við öllu. Við Hildur keyptum 3 miða á Mamma Mia í Las Vegas af því að við náðum ekki í hana í síma áður. Svo þegar við náðum í hana og sögðum henni frá miðanum hennar þá var hún búin að sjá þetta í London. En brást samt svo gleðilega við:
"Alda fer með ykkur!"
Uhh hver er Alda?
"Alda hjúkka!! Hún fer með ykkur!"
En reyndar reddaði hún sér svo fjórða miðanum og við fórum allar. Rosa fjör.
Svo bárust þær fregnir heiman að frá Íslandi að Oddur hefði átt að mæta einhvers staðar á vegum skólans og allar buxur voru óhreinar.
Þá lá Möggu hátt rómur. "Hvað haldið þið að hann Jón Ásgeir hafi gert?! HANN FÓR OG KEYPTI NÝJAR BUXUR!" Svo hló hún hrossahlátri og ef íbúar Las Vegas hefðu talað íslensku þá er ég viss um að þar fyrirfyndist ekki sá maður sem ekki vissi núna af þessum kaupum.
Þegar ég var Conn´s uppvinnslunni og HÁS var að tala um mögulega aðgerð þá skreið ég inn til Möggu og vældi: "Magga það á að fara að rífa úr mér nýrnahettu!"
"Já flott!! Þá gerum við það bara!" Ég veit ekki hvaða viðbrögðum ég átti von á öðrum svosem;)
Eftir að við kynntumst betur og hún áttaði sig á aðstæðum okkar Dodda þá fannst henni þetta ótækt. Við þyrftum aðstoð og filippeysk heimilishjálp væri sú besta í heimi. Góðhjartað og duglegt fólk sem hægt væri að treysta 100% fyrir börnum og heimili.
Já okei, mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og var jákvæð fyrir henni. Ég átti samt ekki von á því að daginn eftir myndi hún rétta mér mynd af Lydiu og segja: "Hérna, þetta er konan sem ætlar að koma og vinna fyrir þig. Þú þarft bara að sækja um atvinnu og dvalarleyfi fyrir hana!" Hálfu ári seinna var Lydia mætt eftir mörg símtöl og heimsóknir til Jóns Ásgeirs og Möggu eftir aðstoð við frumskóginn sem umsóknarferlið var. Og þegar Lydia var nýkomin og þekkti engan nema Seth frænku sína sem bjó hjá Möggu þá var ekkert sjálfsagðara en að leyfa Lydiu að gista heima hjá sér fyrstu dagana á meðan hún væri að venjast.

Eins og ég sé líf hennar einkenndist það af hrópandi andstæðum persónulegra sigra sem eru merkilegri en hægt er að ímynda sér á sviðum læknisfræðinnar og hins vegar margra áfalla. Barnsmissir, makamissir og það að greinast með ólæknandi sjúkdóm. En með það eins og allt annað þá var hún bara jákvæð og kjarkmikil og aldrei bilbug á henni að finna.
Ég græt vegna þess að ég hefði viljað hafa hana lengur í mínu lífi en líka finnst mér missir heimsins mikill. Af hverju hún með allt sem hún hafði að miðla og gefa af sjálfri sér og átti eftir að afreka svo ótalmargt í viðbót?
Þetta er ekki hægt að framselja nema að því leiti að hún gaf mörgum innblástur að allt væri hægt. Þrátt fyrir að syrgja það að hafa ekki náð að fara í þessa síðustu kaffiheimsókn sem ég var alltaf á leiðinni í þá er ég svo þakklát fyrir að hafa náð að þakka henni fyrir allt sem hún hafði gert fyrir mig í útskriftinni minni í vor.
Ég ætla ekki að lesa þetta yfir aftur og ritskoða þetta. Ég skrifaði þetta með hjartanu og þetta er mín minningagrein. Mogginn fékk ritskoðuðu útgáfuna;)


Hláturskast í uppsiglingu;)

Í Las Vegas.

Eftir Mamma Mia fórum við og borðuðum á Paris hótelinu

Hildur og Alda

Virðulegt lokahóf SAGES

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Af spurningum sem krefjast svara

Nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar allir eru að krefjast svara um gjörðir, afleiðingar og ábyrgð, þá er ein spurning sem brennur á mér og hefur ekki enn verið svarað.

Are we humans or are we dancers?

mánudagur, janúar 12, 2009

Af mæðgunum

Þetta er kannski had to be there moment en ég held að þetta hafi verið það fyndnasta sem ég hef lent í í lífinu áðan.
Ég var orðin of sein á fundinn áðan, átti að leiða hann og var búin að lofa Kristínu Þóru að taka hana með. Bensínljósið á bílnum var búið að loga eitthvað en um leið og Kristín settist upp í bíllinn stóðu 0 km to go á aksturstölvunni. Korter í fund og við drifum okkur á bensínstöð.
Ég ætlaði að dæla sjálf og hlaupa svo inn að borga en gat ekki byrjað að dæla, var eitthvað að hamast þegar starfsmaður kemur og spyr hvort hann eigi að láta kveikja á dælunni. (ég vissi ekki að þetta virkaði í þeirri röð en anyways.) Ég segi já og segi að ég sé að flýta mér geðveikt. Hann hleypur inn og biður gellu um að kveikja á dælunni.
Þá stekkur Kristín út úr bílnum og segir að hún skuli dæla og ég skuli hlaupa inn að borga. Mæti gaurnum og hann spyr fyrir hvað mikið og ég segi 2000 kall. Fer svo inn að borga og Kristín er sest inn í bílinn aftur þegar ég kem út og við keyrum af stað.
Þá segir Kristín: "Það gerðist dálítið á meðan þú varst inni að borga. Gaurinn á dælunni kom labbandi til mín og sagði: Mamma þín sagði að þú ættir að dæla fyrir 2000 krónur!"

Ég hélt ég myndi velta Chryslernum ég hló svo mikið!!
En það góða við þetta var að ég var búin að hlæja svo sjúklega mikið þegar fundurinn byrjaði að ég var eiginlega ekkert stressuð lengur.

En kommon. Mæðgur? Really?


laugardagur, janúar 10, 2009

11 ára afmælisveisla

Kristín alvarlega að klúðra vöfflubakstrinum

Svo kom Doddi og reddaði þessu eitthvað


Organistinn sem við elskum öll og enskukennarinn

Hollustugellan og flugmannsfrúin

Allir sjúklega hræddir við eitthvað nema Magga pati sem er eitursvöl eins og venjulega

Doddi kominn innundir sig á spjalli við Möggu megabeib


Birthday chicks

11 jahre

Af gefnu tilefni

er rétt að taka það fram að það verður ekki boðið upp á hnetur í boðinu á morgun!

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Að loknu vellukkuðu pókerkvöldi

geng ég inn heima og kem að Dodda að blasta óperur á botni.
"Allý! Komdu þú verður að hlusta á þessa óperu! Þessi er meiriháttar!"
Right!
Nokkru seinna: "Finnst þér þetta ekki flott??! Þú þarft þá að lesa um hvað óperan fjallar....."
Í hverju er ég lent?

Af fleiri góðum fréttum. En ég og Kristín Linda gengum í Asthma og ofnæmissamtökin í dag, okkar hagsmunasamtök, en við vildum með því lýsa yfir ánægju okkar með það að þeir hafa beitt sér fyrir aukinni niðurgreiðslu á Epipennanum. Sem er mjög gott fyrir litlar flónel stelpur eins og okkur.

mánudagur, janúar 05, 2009

Af 6 árum

En ég dag fagna ég  2192 dögum eða 6 árum. Og nú er bara að bæta við dögum......

laugardagur, janúar 03, 2009

Af hækkuðum komugjöldum

Mér finnst svosem allt í lagi að sjá þessa hækkun á komugjöldum utan dagvinnutíma og hækkunina á slysakomugaldinu. 
En aftur sem áður voru það MJÖG MJÖG slæm mistök að fella niður komugjöld barna og unglinga. Algjörlega glórulaus ákvörðun og ekkert nema atkvæðaveiðar sem þar búa að baki. Og það kemur mér mjög á óvart í þessum niðurskurði og hagræðingu og uppsögnum að sú ákvörðun skuli ekki bakfærð. En hvað veit ég um rekstur heilbrigðisstofnana?? 

Af fávitum með ritfrelsi

Nú  grasserar moggabloggskrabbameinið sem aldrei fyrr. Nú eru það bræðurnir Guðmundur og Ólafur Klemenssynir sem eru sakborningar dómstóls götunnar. Til hagfræðingsins þekki ég ekkert en súrt er að sjá fólk frábiðja sér þjónustu "vitleysingsins" Guðmundar.
Það er vissulega gáfulegt sjónarmið að óska sér þess að þurfa ekki á gjörgæslulækningum að halda, það er skiljanlegt, en að halda því að fram að slæmt væri að þurfa að þiggja þjónustu Guðmundar þá fýkur í mig. 
Ég man ekki af hverju við vorum deildarlæknalaus á BMT en tveir kandidatar þegar komið var inn með blæðandi mann 60/40 í þrýsting. Nett panikástand og við snögg að hringja á svæfinguna. Gummi Klemm labbaði inn við annan mann, og salírólegur fór að græja og gera. CVK og arteríulína á nokkrum sekúndum, algjörlega fumlaust, gaf fyrirmæli rólegur eins og hann væri að panta sér kaffibolla og muffins með honum og eins og dögg fyrir sólu var gaurinn stabill fyrir flutning. 
Þvílík feginleikatilfinning að upplifa að allt yrði í lagi. 
Og þetta er bara eitt af ábyggilega þúsund álíka dæmum. 

En nei, það væri náttúrulega það versta sem gæti komið fyrir moggabloggara með greindarvísitölu gullfisks ef Guðmundur Klemensson yrði kallaður til í veikindum hans. Af því að hann kallaði grímuklædda skemmdarvarga kommadjöfla eða eitthvað álíka. 
Fólk er fífl!

Enn af Canestu

En það spil er basically búið að eyðileggja líf mitt!!
Ég er brjáluð!

Hvernig tilfinning ætli það sé samt að spila ef mar er ekki tapsár? Er bara ligeglad og finnst jafnskemmtilegt hvort sem mar tapar eða vinnur. Why bother? Ég get ekki ímyndað mér að það sé fútt í því.
Bögg samt að þurfa að senda Dodda í stofusófann vikulega af pirring yfir að hafa tapað í Canestu.....

föstudagur, janúar 02, 2009

Af skaupinu

Fyndið með skaupið, hvað fólk getur haft gerólíka sýn á sama hlutinn.
Í mínu boði var samankomið hér um bil allt fyndnasta fólk sem ég þekki og stemningin hér var sú að þetta hefði verið mjög fyndið skaup. 
Því hlýt ég að draga þá ályktun að fólkið sem skrifar í bloggheimum hvað skaupið hafi verið lélegt hljóti að vera ófyndið, þrátt fyrir að þekkja það ekki. 
Svona geta rök verið einföld til brúks!

Íþróttamaður ársins

Ég held að Ólafur Stefánsson verði kjörinn sem fyrirliði landsliðsins sem fékk silfrið en mér finnst persónulega að það ætti frekar að vera Snorri Steinn Guðjónsson. Svona af því að það er nokkuð borðleggjandi að það verður einn af þessum þrem handboltastrákum í topp 10. 
Ég er samt persónulega alveg hrikalega sátt við að sjá tvær landsliðsstelpur þarna í kjörinu, verður gaman að sjá þær fleiri eftir gott gengi á EM;)

Færsla nýs árs

Það verður að fara að koma færsla hingað inn á nýju ári, annað gengur ekki. 
Almennileg áramótafærsla verður þó að bíða þess að ég komist í fartölvuna mína en það get ég ekki nú um mundir, don´t ask. 
Ég er dálítið pirruð út í sjálfa mig að fyrsta færsla nýs árs komi ekki fyrr en 2. jan. Mér finnst það ósmart.