luxatio hugans

awakening

sunnudagur, nóvember 29, 2009

Af skíðaferð

Við erum búin að bóka skíðaferð í viku 7. Vúhú. Hugguleg stuga rétt hjá lyftunum. Ég og krakkarnir komin með skíðanámskeið. Þetta verður svakalegt.
Svona er lífið í Sverige krakkar mínir.
Ég veit alveg að þegar maður rennir í gegnum færslunar mínar að þá fær maður svona bipolar känslu, en það er bara gaman að því. Leiðinlegt að vera monoton alltaf hreint.
Tengdaforeldrarnir fara í fyrramálið og Ólöf og Freyr koma á þriðjudaginn. Ég hlakka mjög til að hitta þau og get ekki beðið eftir að taka eina Canestu í Fótboltagötunni. Það verður ljúft að fá Eskihlíðina til Gautaborgar.

laugardagur, nóvember 28, 2009

Af fréttum


Hvað er að frétta?
Jú tengdaforeldrar mínir eru hér í heimsókn. Það er ekki amalegt að hafa þau. Þau eru reyndar núna með Dodda og krökkunum í Jóla-Liseberg. Ég fékk svo mikinn viðbjóðshöfuðverk eftir hádegi að ég treysti mér ei. Hann er betri núna sem betur fer. Ester og amma Gunna bökuðu mömmukökur á föstudaginn en það er uppáhalds jólasmákökur Dodda. Verst að við erum langt að verða komin með skemmtinn. Sjálf baka ég svo kannski eina sort ef ég nenni því. Nenni því reyndar alls ekki svo ein einasta smákaka verður sigur hér á bæ. Þetta er rétta viðhorfið. Jólakort í ár verða líka bónus. Spurning um svo thyroxin skammt eða?!
Hér var skreytt í dag. Þá tók ég allt í einu eftir hvað Jónas og fjölskylda eru með mikið af forljótum kertastjökum og litlum skrautmunum út um allt. Gat ei hugsað mér að raða mínu fagra skrauti inn á milli svo ég reyndi að hreinsa eins mikið af hans drasli og troða inn í skáp. Ég á aldrei eftir að muna hvar allir hlutir voru svo Jónas hinn nákvæmi verður eflaust ekki sáttur. En það verður ekki vandamál fyrr en eftir aðra 8 mánuði.

Á morgun er svo stefnan tekin á jólamarkað í Gunnebo slott. Ég vona að það verði lussekattar þar. Elska þá.

fimmtudagur, nóvember 26, 2009

Af adrenalini

Hvernig eru menn ad meta tetta?

Intravenous Drug Administration During Out-of-Hospital Cardiac Arrest
A Randomized Trial


Theresa M. Olasveengen, MD; Kjetil Sunde, MD, PhD; Cathrine Brunborg, MSc; Jon Thowsen; Petter A. Steen, MD, PhD; Lars Wik, MD, PhD


JAMA. 2009;302(20):2222-2229.

ABSTRACT

Context Intravenous access and drug administration are included in advanced cardiac life support (ACLS) guidelines despite a lack of evidence for improved outcomes. Epinephrine was an independent predictor of poor outcome in a large epidemiological study, possibly due to toxicity of the drug or cardiopulmonary resuscitation (CPR) interruptions secondary to establishing an intravenous line and drug administration.

Objective To determine whether removing intravenous drug administration from an ACLS protocol would improve survival to hospital discharge after out-of-hospital cardiac arrest.

Design, Setting, and Patients Prospective, randomized controlled trial of consecutive adult patients with out-of-hospital nontraumatic cardiac arrest treated within the emergency medical service system in Oslo, Norway, between May 1, 2003, and April 28, 2008.

Interventions Advanced cardiac life support with intravenous drug administration or ACLS without access to intravenous drug administration.

Main Outcome Measures The primary outcome was survival to hospital discharge. The secondary outcomes were 1-year survival, survival with favorable neurological outcome, hospital admission with return of spontaneous circulation, and quality of CPR (chest compression rate, pauses, and ventilation rate).

Results Of 1183 patients for whom resuscitation was attempted, 851 were included; 418 patients were in the ACLS with intravenous drug administration group and 433 were in the ACLS with no access to intravenous drug administration group. The rate of survival to hospital discharge was 10.5% for the intravenous drug administration group and 9.2% for the no intravenous drug administration group (P = .61), 32% vs 21%, respectively, (P<.001) for hospital admission with return of spontaneous circulation, 9.8% vs 8.1% (P = .45) for survival with favorable neurological outcome, and 10% vs 8% (P = .53) for survival at 1 year. The quality of CPR was comparable and within guideline recommendations for both groups. After adjustment for ventricular fibrillation, response interval, witnessed arrest, or arrest in a public location, there was no significant difference in survival to hospital discharge for the intravenous group vs the no intravenous group (adjusted odds ratio, 1.15; 95% confidence interval, 0.69-1.91).

Conclusion Compared with patients who received ACLS without intravenous drug administration following out-of-hospital cardiac arrest, patients with intravenous access and drug administration had higher rates of short-term survival with no statistically significant improvement in survival to hospital discharge, quality of CPR, or long-term survival.

Trial Registration clinicaltrials.gov Identifier: NCT00121524

miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Af jinxi

Ég jinxaði þetta náttúrulega þvílíkt með þessum gorgeir. Mjög mikið að gera í gær og í dag langaði mig að leggjast í fósturstellingu og sjúga þumalputtann ég var komin með þrjá óskoðaða sjúklinga sem voru triagseraðir rauðir!!
En svo gengur þetta alltaf á endanum OG mér var boðið til Tyrklands. Það var mjög sérstak í dag því þá kemur túristi á akuten sem talar enga sænsku og talaði bara ensku. Ég átti í þvílíkum erfiðleikum að halda mér í enskunni og var hvað eftir annað byrjuð að tala sænsku við grey manninn sem skildi ekkert. Enskan mín hryllilega ryðguð og ég fattaði að ég hugsaði á sænsku. Kostulegt. En hann var svo þvílíka ánægður með þetta allt saman og það að hann væri sennilega ekki að drepast að hann vildi ólmur fá til Tyrklands, í viðurvist konu sinnar. Sófía er rúgluð!

Tengdamamma kom í kvöld klyfjuð af góðgæti. Ekki slæmt að fá hana og krakkarnir þvílíkt að springa úr hamingju að vera búin að fá ömmu sína. Ester fékk að sofa uppí í kvöld og ætlar að fá að vera heima hjá ömmu á morgun;) Himnasæla.
Góða nótt.

þriðjudagur, nóvember 24, 2009

Af eftirmiðdagsvöktum

Það er orðinn þvílíkur metnaður hjá mér að allar mínar bloggfærslur hefjist með titlinum AF hinum og þessu. Finnst ég stundum búin með kvótann.
Í dag á ég ekki mæta í vinnu fyrr en 13. Vaktirnar á akutnum eru þannig að einn mætir 8-16 og tveir 13-21. Ég er svo mikil svefnpurka að það hentar mér mjög vel að mæta 13 og ég gæti hugsað mér að gera það alla daga ef Doddi væri ekki á næturvaktaviku.
Frá því ég fór að fara á akuten hér er þetta næstum því búið að vera grín. Rosalega lítið að gera. Ein skýring er sú að það var breytt einhverri reglugerð í haust þannig að sjúkrabílarnir sem sækja fólk á Hisingen eiga að fara á Sahlgrenska. Á meðan teljum við á okkur hárið á Östra. Nei ég er náttúrulega að ýkja en þetta er samt grín miðað við vaktirnar á slysó eða BMT. Nú er ég náttúrulega þvílíkt að jinxa þetta og það verður örugglega crazy á eftir.
Já svona er það í dag í Gautaborginni.
Nú er Ester að sigla inn í það að fara alveg yfir strikið í sænskunni. Farin að beita henni meira og meira fyrir sig hérna heima. Fyrst var það bara krúttlegt en nú þarf maður að fara að sporna við og tala harðmælta, kjarnyrta norðlensku hér innandyra í Fótboltagötunni. Ég tók sérstaklega eftir því í gærkvöldi að hún var í leik með köttunum og þá talaði hún bara sænsku. Lilla kattungar, kom her!
Ég þarf að sýna Ester með puttunum á hverjum degi hvað það er langt til jóla. Henni fannst nefnilega rosalega ósanngjarnt þegar ég sendi Björn Emil jólapakka til Germany í síðustu viku, en það var bara svo hentugt að senda jólapakkann með afmælispakkanum, en litli Björn Emil sæti er 2 ára í dag. Ester botnar ekkert í því hvar hennar jólapakkar eru.
Jæja læt ég þá þessari bloggfærslu staðar numið hér.

sunnudagur, nóvember 22, 2009

Af Jóla-Liseberg

En við skruppum í jólaliseberg í gær. Sem betur fer fórum við í gær, því það var æðislegt veður í gær en rigning og þoka í dag.
Það var fullt af litlum tækjum opnum svo Ester fannst mjög gaman en það eru engin stærri tæki opin svo Ingvari fannst þetta nú hálfgerður bömmer. En fyrir húsfrúr - drottin guð á himnum haldið ykkur fast - himnaríki! Hver básinn á fætur öðrum með ljúffengu góðgæti. Smökkuðum reykt og grafin hreindýr, reyktan og grafin lax, heimagerða osta, heimagerðar karamellur, sykraðar heitar möndlur, heita glögg, lucikattar. Svo var verið að baka eitthvað lappabrauð þarna sem þeir átu með smjöri, minnti á laufabrauð, ég smakkaði það samt ekki. Svo var hægt að fá lappneskt kebab með reyktu hreindýrakjöti. Lagði heldur ekki í það;) En svo eru margir básar með guðdómlegu jólaskrauti og alls skyns skemmtilegheitum.

Svo eru þeir með skíðabrekku og Ester fékk að fara á skíði í fyrsta skipti. Hún var þvílíkt köld og lét sig vaða og ekkert væl þótt hún dytti og svona. Húsbóndanum varð ljóst að það verður Sälen í viku 7, en það er aðal skíðasvæði Svía, skilst mér. Í viku 7 eru allir skólar lokaðir vegna sportlov, en ég fékk frí í þeirri viku. Við erum svona búin að vera að gæla við að leigja okkur hyttu og skella okkur á skíði, en Ester tók af allan vafa að það er málið.
Fyrir áhugasama þá er ég í fríi í viku 7 og 14 og kannski viku 3 á nýju ári, ef þeir fá AT-lækni.

Annars erum við fjölskyldan bara búin að vera að rokka í Band Hero síðustu kvöld. Rosalegt að sjá okkur fjögur. Von Trapp hverjir, segi ég nú bara! Familien Ingvarsson á eftir að gera góða hluti. Ester er bara höfð í beginners, eða látin fá hljóðfæri sem ekki er tengt svo hún láti okkur ekki detta út. Hún er alsæl fyrir því og telur að hún hafi unnið eftir hvert lag. ÉG VANN! ÉG VANN! Já þú vannst! segja foreldrarnir og þessum ellefu ára gremst! Hún vann ekki neitt! Hvað eruð þið að ljúga að henni? Hún þarf líka að læra að tapa! En það þarf að halda friðinn í rokkheiminum. Mörg góð bönd hafa gefið upp laupana vegna innbyrðist ágreinings. Þetta veit Familien Ingvarsson og rokkar til gleyma.

föstudagur, nóvember 20, 2009

Nu er slut pa veckan

Ester er búin að vera heima síðustu 3 daga með dularfullan slappleika. Hálssærindi og subfebril. Jæja en með lokum þessarar viku lauk samstarfinu við furðufuglinn til nýs árs. Nýtt ár, ný ráð. Hver veit hvaða pest fer þá á stjá?! En þið vitið hvernig þetta er! Nú tekur við helgi og svo koma tengdaforeldrarnir í næstu viku. TM kemur klyfjuð góðgæti frá gamla landinu. Suðusúkkulaði og Hunt´s pizzusósu. Svíar gera nefnilega verstu pizzur í heimi. Verri en ef maður færi inn á Esso á Raufarhöfn og ætlaði að panta sér pizzu þar. Út um alla Gautaborg eru reknir pizzastaðir sem bera nöfn með tilvísun til miðjarðarhafsins, allir staðirnir eru reknir af tyrkjum og það er sama vonda bragðið alls staðar. Uppskriftin hefur verið látin ganga í einhverju fjölskylduboði hjá þeim. Allir nota þeir ógeðslega feita skinku sem er skorin í strimla og svo lekur fitubrákin út um allt. Þetta er viðbjóður!
Doddi hins vegar gerir mjög góðar pizzur en pizzusósur er ekki hægt að kaupa í verslunum hér og okkur skortir metnaðinn til að gera eina slíka frá grunni í hvert sinn. Hunt´s er náttúrulega amerískt og því frá djöflinum eins og General&Mills sem ekki fæst hér vegna viðbættra aukaefna sem gætu gert útaf við litlu sænsku börnin sem eru alin á Welling fyrstu árin. Wellingur er viðbjóður.
Jæja ég er svona hress á föstudegi krakkar mínir!
Í dag virðist annars vegar vera hug a ginger og hins vegar kick a ginger dagurinn. Ég þarf aðeins að sjá hvernig dagurinn spilast áður en ég geri upp við mig hvorn daginn ég ætla að halda hátíðlegan hérna í fótboltagötunni.
Akkúrat núna finnst mér það nefnilega eitthvað vera Dodda að kenna að ég skuli vera að vinna með óhræsinu, föst í landi án AA-funda og sæmilegra flatbakna og þar sem H&M þurfti að fá símanúmerið mitt þegar ég skipti fjólubláum barnasokkabuxum innan sólarhrings því ég leit vitlaust á stærðina. Ég leit á afgreiðslustúlkuna og spurði því í ósköpunum hún þyrfti símanúmerið mitt. Ef það skildi koma upp vandamál, svaraði hún. Vandamál með sokkabuxurnar?? spurði ég og lyfti 5x10 cm stórri uppvöðlaðri sokkabuxnapakkningunni. (sparaði ekki vanþóknunina eins og þið vitið náttúrulega) Ég sem ekki reglurnar, svaraði Svíinn. Týpískur Svíi. Semur ekki reglurnar en fer blindandi eftir þeim fram af bjargi frekar en að spyrja sig áður hvort það sé eitthvað athugavert á seyði hér. Ef H&M fer að hringja í mig þá er ég farin heim!

fimmtudagur, nóvember 19, 2009

Af kostum og göllum

Mér finnst gott að búa í Svíþjóð og sleppa við að þurfa að versla við Baugsfeðga fyrir jólin. Hins vegar þykir mér slæmt að missa af daglegum jólahlaðborðum í Húsasmiðjunni Skútuvogi.

miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Af litlu kisunum

Ég ætla ekkert að vera eitthvað endalaust að blogga um kettina sko .... EN á mánudagskvöldið týndust þeir. Ég var kominn upp í rúm á undan Dodda og mér fannst ég alltaf heyra í bjöllunum á ólunum, ég kíkti undir rúm og inn á baðherbergi og í fata -öhum- hrúguna sem vill safnast upp á stól einum og sá ekki kettina. Voðalega heyrist hátt í þessum bjöllum hugsaði ég og sofnaði. Svo rumska ég við Þórodd enn að leita að köttunum, sofnaði aftur og vakna svo í annað sinn við Þórodd þar sem hann hafði fundið kettlingana inni í lokuðum fataskápnum í 5. skúffu frá gólfinu.
"Ég vissi að ég heyrði í ólunum!" umlaði ég, en Doddi sagðist hafa haldið að ég væri geðveik eins og venjulega.
Daginn eftir neituðu bæði börnin að hafa sett kettina þarna. Ester hafði þó áfram réttarstöðu grunaðrar.
Í gærkvöldi var það hins vegar algjörlega skjalfest, því kettirnir voru á ferli eftir að krakkarnir voru sofnaðir, að þeir komu sér sjálfir inn í skápinn og upp í fyrrgreinda skúffu númer 5. Þar lágu þeir makindalega á bolum af Þóroddi og þótti fúlt að vera fjarlægðir af vettvangi.
Brandur liggur við hliðina á mér og horfir á mig blogga. Eflaust grunar hann að ég er að blogga um hann. Krútt!

þriðjudagur, nóvember 17, 2009

Ég á afmæli í dag

Ég á afmæli í dag, ÉG Á AFMÆLI I DAAAAG! Ég á afmæli í dag.
Og það er svosem ágætt. Það er best að bölsótast ekki út í aldur heldur þakka fyrir góða heilsu og hvert ár sem safnast í sarpinn.
Byrjaði daginn í vinnunni og það var svona frekar (mikið) niðurdrepandi en kom svo heim í sérdeilis ágætt súpuboð með vinum. Fannst reyndar kettirnir aðeins stela frá mér þrumunni, svona fullmikið púður og athygli sem fór í þá, en þeir eru líka voða sætir. Jamm og þá er það bara næsta ár. Akkúrat!

sunnudagur, nóvember 15, 2009

Af leigusölum

Í dag var hér allt þrifið úti og inni því von er á leigusalanum í heimsókn eftir helgi. Í dag var ekkert sérstaklega gaman.

laugardagur, nóvember 14, 2009

Af laugardagsmysi

Elska helgarnar!
Doddi með Ester í fimleikunum og ég renni yfir helgarmoggann á netinu. Himneskt! Nú nálgast aðventan óðfluga og ég get farið að setja mig í stellingar að láta ónytjungskenndina ná á mér heljartökum. Hata svona tímabil þar sem maður á að vera svona eða hinsegin, því það er mér algjörlega um megn. Seinustu ár hefur það mikið verið predikað að vera búin með "allan" jólaundirbúninginn áður en aðventan gengur í garð svo hægt að sé að njóta aðventunar með tónleikum, leikhúsum, söfnum og kókódrykkju á kaffihúsum allan desembermánuð. Já það var þá til að bæta það!!
Hvaða fólk er þetta sem á þessa aðventu og hvað starfar það? Á það börn? Ef svarið við þessum spurningum er Elín Jóns sem vinnur 100% vinnu og á börnin Jón og Gunnu sem bæði eru í skóla og tómstundum alla daga, þá botna ég enn minna í eigin tímaskorti og vöntun á almennilegri aðventu eins og hún gerist best.
En nú hellist þessi jólatryllingur yfir okkur enn eina ferðina og minnir mig svo sárlega á það hvernig mig langar alveg til að vera en er ekki. Gott að vera gift honum Dodda sem virðist vera með 48 klst í sólarhringnum og gjörsamlega óþrjótandi af orku og athafnasemi. Skil það ekki.
En ég er búin að finna eina jólagjöf!! Bestu jólagjöf í heimi og hún er handa vinkonu minni í Eskihlíðinni. Hugsa að ég pissi á mig af spenning á aðfangadag af tilhlökkun að hún opni pakkann. Búin að sýni Hvönninni gjöfina og hann var alveg sammála að þetta væri sennilega flottasta gjöf allra tíma. Spennó!

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Af fimmtudagsbloggi

En þau eru ágæt inn á milli.
Hvar eru handritshöfundar Gray´s anatomy? Því eru þeir ekki á avd. 352 SU/Östra? Því þar, mina kära vänner, gerast spennandi atburðir dag hvern. Mikill tilfinningahiti og mikil dramatík. Í gær íhugaði ég alvarlega að þetta væri ekki þess virði, best að hætta bara. En svo heldur maður bara áfram ótrauður. Greykallfíflið er samt smám saman að átta sig á því að hann hefur hitt ofjarl sinn. Hann er vanur að dominera með andstyggilegum kommentum og glósum, altso eftir að maður hefur neitað að fara með honum á deit, en hann er því alls óvanur held ég að viðtakandinn lætur sér fátt um finnast og bognar hvergi.

Í morgun sagði hann: Ef ég ætti að krítisera eitthvað þá hefur þú gleymt að píla lyfin hjá 11.1 í morgun.
Og ég svaraði: Ef það er eitthvað sem þú þarft að krítisera, þá gerir þú það.
Hann: Hvað meinar þú?
Ég: Bara nákvæmlega það að ef ég geri vitleysur þá segir þú mér frá því.
Hann: Það er ekkert erfitt að píla lyfin!
Ég: Nei ég er alveg sammála.

Og þetta var nóg til þess að hann fór í fár og varð ferlega óöruggur og asnalegur. Idjót!

Við fórum á foreldrafund í skólanum hans Ingvars í gærkvöldi. Það var ekkert nema lofrulla, ég get ekki haft eftir orðin sem kennarinn viðhafði því þá væri ég montrass. Hann er meðalnemandi í öllum fögum þrátt fyrir að hafa verið mállaus fyrstu tvo mánuði vetrarins og afburðarnemandi í stærðfræði. Ef hann héldi svona áfram þá yrði hann afburðarnemandi í hinum fögunum þegar tungumálið væri komið á fullt skrið. Hann hefur svosem alltaf staðið sig vel námslega svo það kom kannski ekki á óvart þannig, en það var ánægjulegt að fá jákvætt feedback af barninu sjálfu. Við vorum nefnilega orðin taugaveikluð foreldrarnir eftir hvern hörmungar foreldrafundinn af fætur öðrum í Hlíðaskóla þar sem okkur var farið að finnast kennarinn leggja Ingvar í einelti. Það var nú bara ekkert lítið vandamál sem við stæðum frammi fyrir með þetta barn hegðunarlega séð því hann talaði svo mikið í skólanum. Hvönnin kom með góða skýringu í gærkvöldi. Námið var ekki nógu krefjandi fyrir hann og honum hefur leiðst. Ófaglegt af kennaranum að skrifa vandamálið á krakkann. Precis.
Ingvar fékk að velja kvöldmat í verðlaun og valdi MacDonalds sem ætti í princippi náttúrulega að vera refsing en ekki verðlaun. Viðbjóður!!

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

Af sjokki dagsins!

Sérfræðingarnir hérna eru ekkert mikið eldri en ég.

mánudagur, nóvember 09, 2009

Af nýjum mánudegi

Gott að blogga bara á mánudögum, skemmtileg hefð.
Helgin leið alveg ótrúlega hratt, það er hálfgerð ólund, en hún var himnesk. Algjört letikast með miklum góðum mat, girnilegum eftirréttum og Ástríði og Næturvaktinni. Himneskt.
Fjölskyldunni tókst loksins að draga mig í Åby badet, en þar er ævintýraland með vatnsrennibrautum. Ég hef þráast við eins og mér einni er lagið enda sauðþrá með eindæmum. Ég tilkynnti Ingvari í upphafi að ég ætlaði ekki í neinar rennibrautir til að forðast allt suð á svæðinu.
Jæja það fór þó ekki svo að læknisfrúin missti sig í rennibrautunum, aðrar konur litu mig hornauga af fyrirlitningu þar sem ég skaust upp úr rennibrautinni hvað eftir í annað og dró sundbolinn út úr rassgatinu. Málið er - að það er tímataka á helvítis rennibrautunum og besti tíminn stendur á veggnum þar til hann er sleginn næst og það er náttúrulega til að æra óstöðugan. Ekki bætir úr skák að minn elskulegi eiginmaður átti besta tímann á tveim rennibrautum sem mig langaði afar mikið til að slá. Það gekk ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en ég kenni eðlisfræðilegu fyrirbæri, svokölluðum skriðþunga, um! Þóroddur talar um tækni en það eru ákveðnar breytur sem ekki er hægt að keppa við. Ólöf og Beisi eru hvött til að taka með sundföt svo hægt sé að taka paramót í rennsli;)
En allavega, nýr vinnudagur, klukkan er ekki orðin hádegi og mig langar að myrða samstarfsfélaga minn, hinn hressa bosníska sérfræðing sem er vinum mínum orðinn vel kunnugur af afspurn. Ekki svo fagurri afspurn verð ég að segja. Jú ég gæti vissulega beðið fyrir honum. Já því ekki það. Sjáum hvað það gerir. Læt vita fljótlega.
Skrifum nokkur remiss, skrifum nokkrar epikrisur. Hljómar eins og par-tei ..... ef þið skiljið hvað ég meina.

Og aðeins að Eyjólfi hinum leiðinlega í Ástríði. Hvílík snilldarvel skrifuð persóna. Það þekkja allir einn Eyjólf! Ohhh ég fékk hroll af snilldinni. Og hve frábærlega leikið af Friðrik. Love it!

mánudagur, nóvember 02, 2009

Af depression

Ó mig auma að þurfa að mæta á ný til vinnu eftir himneskt frí. Það er dimmt úti, rigning og ég er þreytt.
Ég þori að veðja að fleiri en einn og fleiri en tveir lesendur þurfa að þurrka tár af hvarmi við þennan lestur.
Nei ég nú bara að djóka eins og mér sprellikellu er einni lagið.
Ég gæti hæglega sagt margt og mikið um viku 44 en ég nenni því ekki. Þeir sem voru viðstaddir vita hvað ég er að meina. Vikan var dásamleg og ólýsanlega ömurleg í senn. Ekki alveg það sem lagt hafði verið upp með en mér dettur ekki til hugar að væla yfir því, því það eru aðrir en ég sem eiga um sárt að binda. Hugur okkar er hjá þeim.
En nú er vinnutörn til viku 51. Ég var að spá ..... ég gæti hæglega verið heimavinnandi húsmóðir. Já því ekki? Jamm.