luxatio hugans

awakening

laugardagur, desember 31, 2005

Pub Quiz

Við Doddi kepptum í Pub Quiz áðan. Það er náttúrulega frekar áhugavert. "Okkur" gekk ágætlega og ég segi "okkur" því Doddi fékk útkall á vaktinni og fór í miðjum leik. Gaman að því. En þetta var rosalega skemmtilegt. Troðfullur bar og mikið fjör. "Við" Doddi lentum í þriðja sæti og vorum auk þess með bjórspurninguna rétta. Hehehe, það er náttúrulega frekar súrt en það er ekki mikið mál að koma út einum bjór. Ég hef nú ekki mikið verið að venja komur mínar á bari, að undanskilinni Kaffibrennslunni kannski, síðustu misseri en ég er einfaldlega spurningakeppnafíkill. Það blundar í mér Monica. I KNOW!!!!!!!!!

fimmtudagur, desember 29, 2005

Bjargvætturinn

Hún Jonna bjargaði mér feitt áðan. Frá því að líta út eins og rússnesk dansmær á Goldfinger, voru hennar orð. Ég kann henni bestu þakkir fyrir það, enda kæri ég mig ekki um að líta út eins og rússnesk dansmær á Goldfinger. Hrokalaust gagnvart þeim og þeirra atvinnugrein. Alveg hrokalaust. En þetta minnti mig á að þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu lífi sem Jonna hefur birst mér sem bjargvættur. Þegar ég var 8 ára þá byrjaði ég í Dalvíkurskóla í fyrsta skipti og ég byrjaði á miðjum vetri. Fullkomin situation til að vera lamin í frímó. Þá sá ég Jonnu í fyrsta skipti. Habbý frænka fylgdi mér í skólann og leiddi mig alveg inn að skólastofunni minni og þar voru allir krakkarnir sestir í leskrók. Sátu þar á svona aflöngum ferhyrningslaga svamplengjum. Þá sat þar Jonna, brosti til mín út að eyrum og klappaði með flötum lófanum á lausa plássið við hliðina á henni. Upp frá því var ég alltaf með henni þennan vetur. Svo fluttum við til Reykjavíkur aftur og ég sá ekki Jonnu fyrr en sumarið sem ég var 16 ára.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Jólagetraun

Hver þekkir þennan klassiker??

asdf ælkj asdf ælkj

Vegleg verðlaun í boði fyrir rétt svör

sunnudagur, desember 25, 2005

Jólagjöfin í ár

Síðustu ár höfum við Doddi alltaf gefið Ingvari eitthvað fínerí úr tré. Eitthvað sænskt og skapandi. Ekkert afþreyingardrasl heldur átti drengurinn að hafa ofan af fyrir sér sjálfur.
En í ár var annað uppi á teningnum. Þegar ég fór að versla jólagjöfina handa Ingvari þá var ég með Auðbjörgu. Hún, sem þykist andlegri en velflestir, spillti flekklausum Waldorfhuga mínum og kom inn þeirri hugmynd hjá mér að ég væri ekkert slæm móðir þótt ég gæfi Ingvari playstation 2. Svo ég gerði það. Keypti playstation og 2 leiki. Viðbrögðin hjá drengnum hafa aldrei verið ofsafengnari þegar hann hefur opnað gjöfina frá okkur. Hann hló og faðmaði okkur hvað eftir annað. Fyrri ár hefur það verið þannig að Ingvar hefur verið hálf áhugalaus um gjöfina frá okkur og við eytt hálftíma í að selja honum hugmyndina um það hvað gjöfin sé frábær. Það sé hægt að byggja svo margt sniðugt úr svona trékubbum:) Hehehe, needless to say, þurftum við ekkert að selja honum hugmyndina um það hvað það væri gaman að eiga leikjatölvu. Maður reynir og reynir að ameríkasera ekki börnin sín en á bara ekki séns. Jæja Ingvar er glaður og ég er nú þegar búin að rústa Baldri einu sinni í Buzz í dag. Baldur greyjið átti erfitt með að leyna gremju sinni. Og það á sjálfri hátíð ljóss og friðar.

föstudagur, desember 23, 2005

Baldur

Tekið af stod2.is:

Nell - 23:10
Á afskekktum stað í Norður-Karólínu er heimili stúlkunnar Nell. Hún talar sitt eigið tungumál sem aðeins hún og móðir hennar skildu. Móðirin er hins vegar látin og Nell er því einangruð í sínum heimi. Læknirinn Jerome Lovell fær það hlutverk að reyna að nálgast Nell. Aðalhlutverk: Jodie Foster, Liam Neeson, Natasha Richardson. Leikstjóri: Michael Apted.

Ég fullyrði að Jodie Foster hefur aldrei verið eins sexy eins og í hlutverki mállausu stúlkunnar í skóginum.
Gamall djókur? Ef til vill......... en klassískur engu að síður.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Hehehe

Fann þessa færslu þegar ég fór á tenglaflakk. Mér finnst þetta fyndið. Ég tek svona bloggrúnt annað slagið. Í þessu tilfelli fór ég frá Þórgunni systur til Aspar og þaðan til þessarar. Ég veit ekkert hver þetta er en ég renndi yfir nokkrar nýjustu færslurnar og þetta er blogg mér að skapi. Og það eru hreint ekki öll blogg mér að skapi. Hrokafull í dag? Kannski agnarögn.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Kominn tími

á up to date. Lífið með húshjálpinni gengur sinn vanagang. Ég er að venjast þessu en þetta er rosalega skrítið. Það er rosalega skrítið að hafa einhvern með tuskuna á lofti ALLTAF. Ég fæ massa samviskubit þegar mig langar bara til að fletta mogganum og það er einhver að moppa gólfið við hliðina á mér á meðan. Hver kannast ekki við: "Æi nú þarf ég að hjálpa til......." elementið sem fer í gang þegar einhver er að hamast nálægt manni? Nema að þessi gella vill enga hjálp. Jæja jæja. Þessi íbúð býður nú samt ekki upp á öll þessi þrif. Ég er bara í skólanum eftir 13 þessa dagana og Ingvar hefur ekkert farið í skólann útaf hlaupabólu og ég er viss um að gellan skilur ekkert hvers vegna í ósköpunum þetta fólk þurfti heimilishjálp. Hún hefði þurft að koma þegar ég var í verknáminu. Það kemur að því að við verðum eitthvað lítið heima við. Þangað til verður hún bara að fá að hugsa að við séum aumingjar.
Okkur var boðið í rosa welcome party sem filippeysku frænkur Lydiu á Íslandi héldu handa henni. Þar voru líka aðrir Íslendingar sem hafa haft og eru með filippeyskar konur heima hjá sér. Maturinn var HIMNESKUR. Svona lúxus útgáfa af Nings og þess háttar stöffi. Við Doddi borðuðum svo í mestu makindum á meðan Ester gekk á milli kvennana sem allar kjössuðu hana og dönsuðu við hana og ég þurfti engar áhyggjur að hafa. Það var lúxus.
Óhreinatau karfan er alltaf tóm, uppþvottavélin er alltaf tóm, þetta lofar góðu. Mér líður samt eins og fávita.

föstudagur, desember 16, 2005

Absurd

Word of advice; Ef þið ætlið að fá ykkur filippeyska húshjálp, ekki vera búin að þrífa áður en hún kemur. Þá leiðist henni. Þegar ég kom fram klukkan 07.00 í morgun þá var gellan á öðru hundraðinu að rífa úr uppþvottavélinni, afar rösk til verka. Svo leit hún á mig og sagði: Now I cleen, og svo gerði hún skúringarhreyfingar á táknmáli. Ég sagði henni að vera alveg róleg, það væri engin þörf á því. Ég skutlaði Dodda og Snorra í Fossvoginn klukkan 07.15 og þegar ég kom heim aftur klukkan 07.30 var gellan búin að finna ryksuguna okkar upp á eigin spýtur og byrjuð að ryksuga. Gólfflöturinn í íbúðinni er svosem ekki stór og þegar hún var búin að því, þá kenndi ég henni að setja í eina þvottavél, við tæmdum aðra þvottavél í þurrkarann, og hengdum viðkvæmu fötin upp. Nú er klukkan 08.08 og konan er viðþolslaus af verkefnaskorti og ég hef ekki glóru hvað ég á að láta hana gera. Mig langar að taka bakföll og hlæja móðursýkislega. Þetta er náttúrulega absurd.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Óguðminngóðuróguðminngóður

Doddi er á leiðinni frá Keflavík með filippeysku húshjálpina. Ég veit ekki hvað maður segir við húshjálp sem er nýkomin frá Filippseyjum. How do you like Iceland?

Einmitt

greit að vera andvaka. Fór á kaffihús í kvöld með Huldu og Auju og asnaðist til að fá mér kaffibolla. En þetta var samt mjög fróðleg kaffihúsaferð. Ég og Auja fræddumst um það, að það er kona að nafni Inga hér í bæ, sem framkvæmir hluti gegn þóknun, sem við Auja höfðum bara ekki hugmynd um að væru gerðir. Hvað þá að til væri fólk sem hefði áhuga á að borga fyrir þess háttar þjónustu. Og bara til að taka af allan vafa þá er Inga ekki vændiskona, né er þetta neins konar kynlífsþjónusta sem hún býður upp á. Ja, allavega ekki kynlífsþjónusta í beinum skilningi, þótt vissulega gæti einhver fært þau rök að þetta væri ákveðin þjónusta VIÐ kynlíf. Ég var rænd sakleysi sem ég vissi ekki einu sinni að ég ætti í kvöld. Ég sakna þess sakleysis.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Kæti dagsins

Haukur bekkjabróðir minn mætti, eins og lítill krakki sem er nýbúinn að fá í skóinn í fyrsta skiptið, á HNE í morgun. Í ljós kom að hann hafði ærna ástæðu til að gleðjast. Kæti hans var nefnilega tilkomin vegna þess að nýjasta plata hans og félaga hans í Dikta fékk 5 stjörnur af 5 mögulegum í Morgunblaði dagsins.
Til hamingju með þetta Hauxi.

Sjálf var ég líka kát í morgun, því við fréttum það í dagrenningu að Lydia er lögð af stað frá Fillipseyjum. Kannski maður noti síðasta tækifærið til að ryksuga í dag.

mánudagur, desember 12, 2005

Seinþroska sakleysi

Ég heyrði sögu í dag af manni sem ég þekki vel. Maður þessi, sem er 25 ára, gerði afar tímabæra uppgötvun í fyrradag. Hún er sú að jólasveinninn í slagaranum góða: "Ég sá mömmu kyssa jólasvein........." er í raun og veru pabbinn í jólasveinabúning. Fram að því hafði hann fyllst óhug yfir lauslæti móðurinnar, og hálfvorkennt pabbanum. Ég var stödd inni í troðfullri Kringlunni þegar ég heyrði þetta, og ég öskraði úr hlátri. Þetta var samt þess virði að hafa orðið sér til skammar yfir því.

Röntgenlæknar

lifa samkvæmt reglunni að kona sé ófrísk þar til annað sannast. Mér finnst eitthvað sjúklega fyndið við það. Kannski er ég bara þreytt.

sunnudagur, desember 11, 2005

Ekta aðventuboðskapur

Þessu er stolið af vefsíðu Baggalúts.
Hlustið á lagið Föndurstund það kætir geðið:)

Phobia

Ég er með svakalega sprautuphobiu. Ef þú lest þetta og hugsar: Læknanemi með sprautuphobiu, fyndið. Þá alveg róleg/ur. Þú ert ekki fyrst/ur með djókinn. Hahahaha bwöhhhhhh. Ég hef reynt að analysera phobiuna til að komast yfir hana. Þetta er fullkomlega órökréttur ótti og ég skil það þegar ég hugsa um það. En þegar á hólminn er komið og nálin stingst í gegnum húðina og fer inn í líkamann minn, þá dett ég út. Þetta er samt svo frumstæður ótti að hann á rétt á sér. Þeir sem óttuðust það mjög mikið, að stinga sig á einhverju, þeir lifðu af á dögum hellisbúanna, þegar það að stinga sig á einhverju gat leitt til dauða. Þeir sem voru hvað hræddastir við kóngulær voru ekki að láta svörtu ekkjuna stinga sig. Og þeir lofthræddustu, þeir voru ekki að príla í einhverju þverhnípi að nauðsynjalausu. Það er meira segja hægt að sjá hvernig óttinn við álit annara er tilkominn. Því ef ættbálkurinn útskúfaði einhverjum þá var hann svo gott sem dauður. Og með þessu móti má sjá hvernig ótti Homo Sapiens hefur í raun bjargað lífi hans svo lengi sem tegundin hefur verið til. Þannig að í raun og veru er ég kúl og þessir óttalausu eru úrkynjað lið sem slapp á einhvern ótrúlegan hátt í gegn um the survival of the fittest.
En áðan þá ætlaði ég að setja í mig eyrnalokka sem ég keypti mér af því að mér þóttu þeir flottir. Ég er með göt í eyrunum frá því í frumbernsku en ég hef ekki verið með eyrnalokka frá því ég setti í mig eyrnalokka á fermingardaginn. Þegar ég ætlaði svo að stinga eyrnalokkunum í gegn, þá kom upp gömul, velþekkt velgja og fæturnir urðu óstöðugir. Kaldur sviti spratt fram á ennið og ég þurfti að setjast niður.
Þá er það bara þannig að líkami minn vill ekki láta stinga neinu í sig. Þá setur hann af stað massa varnarkerfi. Látum gelluna missa meðvitund áður en hún nær að koma þessari vitfirrtu hugmynd sinni í framkvæmd. Mjög advanced hugur þarna á ferð. Ég vorkenni ykkur hinum sem eru með svo varnarlausa og silalega huga, að þeir leyfa ykkur að ganga með eyrnarlokka eins og ekkert sé. Bara svona rétt eins og að það geti ekki drepið ykkur. Ussssssss.

föstudagur, desember 09, 2005

Kona með fortíð

getur greinilega ekki kastað svona kæruleysislega fram athugasemdum um yfirvofandi snapp. Fólk fríkar í umvörpum. Sagan er þessi. Loksins LOKSINS þegar við héldum að öll leyfi, visaáritanir, flugmiðar og annað ólýsanlegt krapp væri klappað og klárt, mætti Lydia galvösk á flugvöllinn á leið til Íslands. Þá hleyptu þeir henni ekki í flugið, þarna í vegabréfseftirlitinu í Manila, því örvitarnir í norska sendiráðinu höfðu klúðrað visa árituninni. FÁVITAR. Svo 150.000 króna flugsætið okkar flaug bara autt til London. Helvíti næs fyrir þann sem gat lagt jakkann sinn frá sér í sætið. Urrrrrrrrr. Eftir mörg símtöl og margar heimsóknir í ýmsar stofnanir út um allan bæ, lítur nú samt út fyrir það í augnablikinu að þetta reddist. Tafir um heila viku samt sem er ekki gott fyrir læknanema í verknámi. Því ætlar hún litla dóttir mín í smá heimsókn til Akureyrar. Og það er búið að redda farinu, svo takk Bergþóra en þú þarft ekki að fara með hana upp á Eirberg. Það hefði verið gaman fyrir þig samt.
Púst.......... Það þarf samt ansi mikið til að sambýlismaður minn með langlundargeðið gangi hér um gólf æfur, bölvandi og ragnandi.
Ég spái því að ég eigi eftir að gráta meira þegar ég fæ Lydiu í fangið en þegar mér voru rétt börnin mín nýfædd.

VARÚÐ!!!!!!!

Kona í Hlíðunum er á nippinu að snappa endanlega.
Ef þið viljið aðstoða........... látið þá vita ef einhver er á leiðinni norður.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Koma svo..........

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Koma svo people.

Dagáll

Hann Matti Patti á afmæli í dag. Ég get ekki nefnt töluna, það er innbyggt í mig að fara að hiksta óstjórnlega ef ég nefni svona háa tölu. Ég fór í gær til Hveragerðis og skoðaði nýjasta afkvæmi Matta og Kristínar, sú var alveg eins og Matti og þykir mér því við hæfi að stúlkan fái nafnið Matthildur. Ég geri ráð fyrir að það verði farið eftir þessari ábendingu. Ég fer helst ekki upp í Grafarvog og því fannst mér þetta vel af sér vikið hjá mér. En talandi um að fara ekki upp í Grafarvog. Því ég gerði einmitt það í morgun. Alla leið upp að Korpúlfsstöðum með Ester Helgu í klippingu. Ég gerði mér enga grein fyrir því að það væri komin þessa svakalega byggð þarna. Þetta er eitthvað fyrir Silvíu Nótt að semja lag um. Auðn 2005. Hvað fær fólk til að búa þarna? Maður spyr sig............
En þarna í auðninni er þrátt fyrir það eina hárgreiðslustofa landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við börn. Þarna var hellingur af drasli til að dreifa litlum hugum, og ef það væri hægt að væla yfir einhverju, þá var eiginlega of mikið af drasli. Ester var nefnilega með hausinn á fleygiferð að skoða allt. Fuglabúrið, stubbana í sjónvarpinu, stýrið á bílnum sem hún sat í, dótið sem hún hélt á og þannig gæti ég haldið áfram ef ég nennti því. En hún er fín og mig blöskraði ekkert hvað ég borgaði fyrir þetta. Þá er þessum dagál lokið og vonandi verða þeir ekki fleiri því mér leiðast svona dagbókarfærslur fólks á netinu. Á ég að eyða þessu? Æi nei látum það standa.

mánudagur, desember 05, 2005

Hanaat

Var að lesa mér til um Filippseyjar í dag, þar sem von er á Lydiu á næstu dögum og lágmarks kurteisi er að vita eitthvað um það hvaðan hún er að koma. Allavega þjóðaríþróttin er körfubolti, en sú afþreying sem er mest stunduð á Filippseyjum er hanaat, og eru fullt að leikvöngum út um allt fyrir þá iðju.
Nú svo við Doddi fórum að ræða þetta, og hvort maður þyrfti ekki að koma sér upp hanahóp í atið. Þá myndi maður náttúrulega éta alla rólegu, blíðu hanana en láta þessa freku og aggressívu fjölga sér og ná þannig upp virkilega brútal stofni. Bara svona svo Lydiu leiðist ekki um helgar og fái heimþrá.

sunnudagur, desember 04, 2005

Beautiful

er að vera með stórfjölskyldunni í laufabrauðsgerð og fá auk þess jólakræsingar. Það er einhver jóla nostalgía yfir því.

föstudagur, desember 02, 2005

Fíllinn


Það er gaman að segja frá því að við Sigurður Árnason ólumst bæði upp við þann misskilning, að á undan táknmálsfréttum hvert kvöld, birtist hliðarmynd af fíl. Prófíll. Það var nú ekki gott að sjá tenginguna á milli heyrnarlausra og stærsta landspendýrsins. En nú er ég fullorðin og veit betur, allavega sé ég ekki betur. En mér fannst áhugaverðast að það hafi einhver annar séð það sama út úr þessari mynd. Er kannski einhver annar þarna úti sem finnst Ísland alveg eins og Kind??

fimmtudagur, desember 01, 2005

Bömmer

Aumingja Þorgerður Katrín að Thelma Ásdísardóttir hafi endilega þurft að velja árið í ár til að gefa út þessa bók sína. Æ æ..... Aldrei fyrr hefur kona verið kjörin varaformaður stærsta stjórnmálaflokks Íslands og það fellur í skuggann á einhverjum fjölskylduerjum í Hafnarfirði. Sei sei.

Ripp off í góða þágu

Ef þið viljið arðræna einhvern þá er eins gott að það sé í þágu góðs málefnis. Hér kemur dæmisaga. Í gær að loknum hefðbundnum skóladegi, þá þurftum við að funda, nokkur úr bekknum mínum. Hungrið svarf að og við Sigurður Árnason ákváðum að fá okkur köku og kakó hjá Hringskonunum í Barnaspítalanum. Ég borgaði á undan Sigga og fékk reikning upp á 450 krónur fyrir þurra, aðkeypta, verksmiðjubakaða skúffukökusneið og kakóbolla úr vél. Siggi sem hafði verið að blaðra við einhvern, leit á mig með barnslegu þakklæti þegar hann sá debetnótuna sem ég var að kvitta á og spurði hvort ég hefði líka borgað fyrir sig. Desværre var það ekki svo. EINA ástæðan fyrir því að ég lét bjóða mér þetta er sú að þær kaupa lækningatæki fyrir barnaspítalann sem Ríkið okkar, með sína brengluðu forgangsröðun, hefur ekki efni á að fjármagna. En hey, gerum endilega göng til Héðinsfjarðar, og einhverra fleiri eyðifjarða while we´re at it.

Jólagjöfin hans

er definately nýji móðulausi sturtuspegillinn með ljósinu og skeggsköfuhaldaranum. Stundum þegar svona praktískar og obviously nauðsynlegar uppfinningar líta dagsins ljós, þá spyr maður sig hvernig standi á því að enginn hafi verið búinn að finna þetta upp fyrr.