Orkuátak
Nú er komið að þessu orkuátaki aftur. Þetta var fyrir einhverjum tveimur árum, að mig minnir, og fátt hef ég gert leiðinlegra en að fylla út þessi ógrynni af örsmáum límmiðum dag hvern. Ég sagði við Ingvar að ef hann ætlaði að vera með þá þyrfti hann að sjá um þetta límmiðabókhald sjálfur. En samt er þetta jákvætt fyrirbæri. Nú fer ég töluvert í sund og ég fer mikið um miðjan dag þegar mikið er af skólabörnum í skólasundi. Þegar ég var í grunnskóla þá var alltaf ein svona feita stelpan í bekknum. Nú er allur bekkurinn feita stelpan með einum og einum grönnum variant. Mér finnst þetta svakalegt. 10-11 ára stelpur með svo mikla vömb að hún lafir yfir privat svæðið. Og ég er ekki að tala út frá útlits sjónarmiði. Þetta er bara alveg svakalegur sjúkdómur sem hrjáir þessa þjóð. Orkuátakið er magnað fyrir þessa krakka, en málið er að þau eiga sjálfsagt flest foreldra sem fara frekar á McDonalds en Grænan Kost og eru ekki að standa í svona orkubulli. Og svo er það máttur auglýsinganna á þessa krakka. Það var einhvern tímann í desember að við Ingvar vorum tvö ein heima og við skruppum á McDonalds. Á leiðinni í bílnum sagði Ingvar: "Hvaða dót ætli sé á McDonalds núna...... hummmm. Já núna man ég það. Litli kjúklingurinn er kominn í Sambíóin og á McDonalds." Mér finnst klárlega réttlætanlegt að banna þessar auglýsingar sem dynja á þessum krökkum á milli atriða í barnatímanum. Með alveg sömu rökum og að banna eigi áfengisauglýsingar. Fullorðnir hafa þó meiri forsendur til að vinsa ruglið frá.