luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 29, 2006

Orkuátak

Nú er komið að þessu orkuátaki aftur. Þetta var fyrir einhverjum tveimur árum, að mig minnir, og fátt hef ég gert leiðinlegra en að fylla út þessi ógrynni af örsmáum límmiðum dag hvern. Ég sagði við Ingvar að ef hann ætlaði að vera með þá þyrfti hann að sjá um þetta límmiðabókhald sjálfur. En samt er þetta jákvætt fyrirbæri. Nú fer ég töluvert í sund og ég fer mikið um miðjan dag þegar mikið er af skólabörnum í skólasundi. Þegar ég var í grunnskóla þá var alltaf ein svona feita stelpan í bekknum. Nú er allur bekkurinn feita stelpan með einum og einum grönnum variant. Mér finnst þetta svakalegt. 10-11 ára stelpur með svo mikla vömb að hún lafir yfir privat svæðið. Og ég er ekki að tala út frá útlits sjónarmiði. Þetta er bara alveg svakalegur sjúkdómur sem hrjáir þessa þjóð. Orkuátakið er magnað fyrir þessa krakka, en málið er að þau eiga sjálfsagt flest foreldra sem fara frekar á McDonalds en Grænan Kost og eru ekki að standa í svona orkubulli. Og svo er það máttur auglýsinganna á þessa krakka. Það var einhvern tímann í desember að við Ingvar vorum tvö ein heima og við skruppum á McDonalds. Á leiðinni í bílnum sagði Ingvar: "Hvaða dót ætli sé á McDonalds núna...... hummmm. Já núna man ég það. Litli kjúklingurinn er kominn í Sambíóin og á McDonalds." Mér finnst klárlega réttlætanlegt að banna þessar auglýsingar sem dynja á þessum krökkum á milli atriða í barnatímanum. Með alveg sömu rökum og að banna eigi áfengisauglýsingar. Fullorðnir hafa þó meiri forsendur til að vinsa ruglið frá.

Snorri Laxdal

lestu þetta. Hehehehehe

Jæja já

Það má vel vera að þjóðin hefði farið eftir ábendingu minni um að velja eitthvað sjúklega kúl júróvisjón lag EF ÞJÓÐINNI HEFÐI VERIÐ BOÐIÐ UPP Á ÞAÐ!!!!!!! Hvaða djöfulsins hörmungarviðbjóður er þetta??!!! Klisjur, klisjur og aftur klisjur. En ekki nóg með það heldur lélegar klisjur í ofanálag.

Við Doddi fórum á Austur-India félagið í gærkvöldi til að fagna afmæli kallsins. Að því loknu fórum við í leikhús. Að mér læddist sá grunur að við værum ekkert sjúklega frumleg því á Austur-India félaginu hittum við aðstoðarlækni sem var þarna með manni sínum, sem átti afmæli í gær og þau voru á leiðinni í leikhús. Jahá. Kannski er þetta innate afmælisþörf Vatnsberans.

En allavega þá horfði ég á endursýninguna á þessu hörmulega júróvisjón forvali og ég vissi ekki hvort ég ætti að vera svekkt eða reið. Þetta er að kosta helvítis helling og þetta er það skásta sem fólki dettur í hug að bjóða upp á. Kynnarnir eru hörmung. Það er eins og þau séu nýbúin að ljúka heilli önn í "Framburður samhljóða þegar sagðir eru lélegir brandarar á hátíðlegan máta." 9 eininga kúrs. Hehe svo var Brynhildur í kjól í gærkvöldi sem ég mátaði í Rokk og Rósir um síðustu helgi. Sástu það Begga?? Ég var allavega með línur í hann. Það er nú svo..........

laugardagur, janúar 28, 2006

Til hamingju með afmælið

Doddi litli. 28 ára þann 28. Hverjar eru líkurnar á því?

Djöfulsins viðbjóður

Oft eru sjúklega girnilegir hlutir í tímariti Morgunblaðsins um Mat og Vín. En í dag er einhver kokkanemi að rembast við að vera sjúklega spes og frumlegur og er með uppskriftir að gourmet Þorramat. Þar má meðal annars finna rúllupyslu og hunangsristaða lifrarpylsu með blómkálsmauki og sviðasalat - confit eldað. Skoðum það aðeins nánar.

Innihald:
3 Sviðahausar
Ferskar kryddjurtir, t.d rósmarín eða timjan, já góðan daginn.
Hvítlaukur
Olía
Maldon salt, guð forði okkur frá því að nota venjulegt borðsalt á sviðahausana fínu
1 askja harricot vert-baunir ???????? WTF?
1 poki perlulaukur
50g smjör
Fersk rauðrófa

Ég fékk tár í augun við að berjast við gag reflexinn á meðan ég ritaði þetta.

föstudagur, janúar 27, 2006

Acut Scrotum

Fyrirgefið....... en þetta er bara sjúklega fyndið hugtak. Og svo er ætlast til þess að maður sitji bara í tvöföldum fyrirlestri um efnið eins og ekkert sé sjálfsagðara.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Paranoia dauðans

Ég losna ekki við skelfilega paranoiu sem ég er haldin þessa dagana. Hún er sú að einn bekkjarfélagi minn hafi verið í Rokklingunum. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að spyrja hann beint út því það er ekki hægt að svívirða saklausan mann meira en svo að spyrja hann hvort hann hafi verið í Rokklingunum. Enda segir hreint út í andlegum leiðbeiningum að eigi skuli særa annað fólk til að friða eigið hjarta. Hvað skal gera? Hvað skal gera?

Náðarstund

Maðurinn minn er á klósettinu og jafnframt heyri ég hann tala afar glaðlega í símann. Haha gott á þann sem les þetta á morgun og fattar að það var hann sem var á hinni línunni.

Humm

Ég fíla Baggalút. Ég er meira að segja með link á þá. En eitthvað fannst mér það ofsalega mis að þeir fengju íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta lag og texta. Ha krakkar?? Svona miðað við lögin sem voru tilnefnd í flokknum með þeim. Þetta gefur líka lagasmíðunum þeirra trúverðugleika sem gefur gríninu æðislegan ótrúverðugleika. Nema þetta sé "the ultimate djókur" hjá Baggalútsmönnum. Að fífla íslensku tónlistarmafíuna svona ofsalega. Svona nýju fötin keisarans hrekkur. Gæti verið.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Eiður Smári Gudjohnsen

Nei ég ætla ekki að fjalla um það aftur hve vel hann var að því kominn að hljóta titilinn Íþróttamaður ársins. Heldur hvað samnefnt lag með hljómsveitinni ég er gott.

Þingmál

Ætlar þingið ekkert að ræða flutning American Idol frá Stöð 2 yfir á Sirkus?

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Út að hjóla með Hjálmari

Það koma þær stundir í lífi sérhvers manns sem geta misskilist ef inni á heimili hans er filippeysk húshjálp.
Eins og um daginn þegar ég var nýkomin úr baði og kem fram með handklæði utan um mig og á hausnum. Kemur þá ekki hann Baldur sem vantaði eitthvað. Við spjöllum casually á meðan hann reddar sér því sem hann kom til að ná í og svo kjassar hann Ester og Ingvar og fer svo. Þegar hann er farinn þá lítur Lydia á mig og spyr: “Who was that man?” Og þá átta ég mig á því að sjálfsagt lítur þetta ekki neitt voðalega eðlilega út.
Annað dæmi, er frá því í morgun. Þá hafði Ingvar komið upp í til mín í nótt og lá ég afar aðþrengd, í grunnum svefni á milli þeirra feðga. Það kom svo að því að ég fékk nóg af skönkunum hans Ingvars og fór frammúr og skreið upp í hans rúm. Ég var bara einfaldlega of syfjuð til að drösla sofandi, þungum krakka þangað. Nú svo í morgun þá kom Lydia inn í Ingvars herbergi eins og hún er vön, kveikti ljósið, stóð í dyragættinni og horfði á mig í rúminu hans Ingvars í smástund. Svo slökkti hún ljósið aftur, fór fram og lokaði hurðinni. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að ímynda sér hvað hún hefur hugsað.

mánudagur, janúar 23, 2006

Krúttin



Ingvar og Arína Vala að leika í árshátíðarmyndbandinu okkar. Ég hef ekki getað sett þessar myndir inn fyrr, því auðvitað mátti ekki gefa neitt upp um atriðið.
Mér fannst þau algjörir snillingar í þessu atriði. Snilldarleikarar.

Manni hlýnar um hjartarætur


Þegar litla didda skríður upp í til bróa og vill vera eins og hann:)

sunnudagur, janúar 22, 2006

Nokkur gullkorn frá Ingvari

þar sem að ég er ekki með síður krakkana lengur opnar.
Ingvar eignaðist vinkonu á leikskólanum sem hann var á, sem heitir Elín María. Svo skildu foreldrar hennar og hún býr hjá mömmu sinni einhvers staðar í Grafarholti eða eitthvað en kemur og er aðra hverja helgi hjá stuðboltanum pabba sínum, kafaranum Matta sem býr í næstu blokk. Þau Ingvar eru miklir félagar, og þar sem hún er með skemmtilegri börnum og á afar uppátækjasaman pabba þá gleður það mig mjög. Ingvar hefur upplifað eitt og annað með þeim sem hann hefði ekki gert annars. Okei þetta var intróið hér koma gullkornin:

Ingvar: Elín María þegar við verðum orðin hjón þá búum við sko á sama stað. Það kemur ekki til greina að hafa þetta eins og hjá mömmu þinni og pabba.

Elín María: Hvernig komist þið út ef það kviknar í? Ingvar: Þá koma bara slökkviliðsbílarnir yfir götuna og keyra yfir girðinguna að húsinu okkar. Það er fljótlegast. Líf fólks skiptir meira máli en girðingar.

Elín María: Er bíllinn ykkar ekki læstur. Ingvar: Nei það þarf ekkert að læsa bílum hér í Hlíðunum. En það þarf að læsa þeim í Kópavogi.

Árshátíð 2006

Árshátíð Læknanema í gær var bara æði. Ég var náttúrulega full sjálfstrausts þegar Lilja sæta var búin að gera sitt besta við að flikka upp á mig. Ester þekkti mig ekki þegar ég kom heim frá Lilju og stóð bara og horfði á mig eins og ég væri ókunnug kona. Kommon, hef ég mig svona sjaldan til? Ég var mjög ánægð með borðfélaga mína. Sérstaklega er maki einnar einstaklega skemmtilegur. Heppin hún. Það hlýtur að vera gaman heima hjá henni;) Ekki að ég kvarti með Dodda spilandi ástarlög á píanóið til mín. Angist mín jókst þegar leið á kvöldið og styttist í skemmtiatriðið okkar. Enda er ég með almættissyndromið og leið eins og ég væri á leið í höggstokkinn. En á milli skemmtiatriða 3. og 4. árs voru Halldóri Jónssyni jr. veitt kennsluverðlaunin og hann hélt yndislega ræðu. Á meðan hann var að tala fann ég til gríðarlegrar væntumþykju og þakklætis fyrir allt sem hann hefur kennt mér og gert fyrir mig. Rosalega er ég alltaf heppin með leiðbeinendur. Ég vissi ekkert um manninn þegar ég bað um að fá að gera seminar hjá honum. Það er eins og mér sé stýrt. En þá að skemmtiatriðinu okkar sem var gríðarlega vel tekið og þá var þungu fargi af mér létt og ég skemmti mér konunglega það sem eftir lifði kvölds. Dansaði og allt maður, sem ég geri nú ekki mikið af. Fórum ekki heim fyrr en klukkan að verða hálf fjögur. Petler vinur minn, sem er uppáhalds, átti yndislega spretti undir lokin. Petler er einn af þessum mönnum sem gera heiminn betri með nærveru sinni. Ég lenti í alvarlegum lífsháska í gær, en ég komst frá því ósködduð. Sennilega er það æðri máttarvöldum að þakka en ekki mér. Ég er allavega þakklát í dag fyrir að vera heil á húfi.

Why bother?

Stundum þegar ég les þennan mann þá spyr ég sjálfa mig hvað ég sé að rembast?

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Nú biðla ég til þjóðar minnar

Sko, ég hef alveg ágætis áhuga á Júróvisjón. En hvað um það? Ég er ekkert verri fyrir því. Nú las ég í Mogganum í dag að þjóðin ætti að velja sér fulltrúa með símakosningu. Því kemur hér tillaga frá mér. Veljum eitthvað töff og séríslenskt. Við eigum svo mikið af flottu liði sem er að gera eitthvað sjúklega spes, eins og Sigurrós, Mugison, Múm, Hjálma og fullt af fleirum, sem sennilegast eru nú samt ekki að ómaka sig með lag í undankeppni Júróvisjon. En það gætu verið aðrir spútnikkar þar. Þess vegna finnst mér að við eigum endilega ekki að velja eitthvað danslag sem Birgitta syngur, Þorvaldur Bjarni samdi og útsetti og Birna Björns samdi dansana við. Og ekki endilega af því að við þurfum að vinna þessa keppni, heldur bara til að sýna íslenska tónlist. Og hunskist svo til að fara eftir þessu.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Afar vel vakandi

Í Velvakanda Morgunblaðsins í dag er eitthvað það alyndislegasta lesendabréf sem ég hef lesið. Er það frá konu að nafni Þuríður sem er afar ósátt við neðanþvott íslenskra kvenna í sturtuklefum sundstaða. Er hún með afar grafískar lýsingar á því hvernig sá þvottur fer fram. Lítið sýnishorn úr bréfinu: "Ég kalla það ekki þvott að sápa á sér skapahárin og strjúka svo sem tvo hringi framan á með fætur vandlega saman." Word sister! Ég bið til guðs að ég stundi ekki sömu sundstaði og Þuríður. Og eitt lítið innleg frá mér í sama dúr. Maður skyldi aldrei setja handklæðið sitt í neðstu handklæðagrindurnar því ég varð vitni að því að kona sem teygði sig í sjampó sem hún hafði sett ofan á handklæðagrindurnar nuddaði sínum private parts í neðstu handklæðin á meðan. Þau voru ekki hennar. Jakk.

Táningaúlfur


Árið sem ég var 9 ára og þar til ég varð 10 ára, horfði ég svona 365 sinnum á Teen Wolf með Michael J. Fox. Þetta var skemmtileg mynd með fallegum boðskap. Lúðinn sem gat ekkert í körfu og náði aldrei í stelpur varð sjúklega vinsæll þegar hann breyttist í afar hæfileikaríkan varúlf. Þá dömpaði hann traustu, lúðalegu vinkonunni og fór að vera tæfunni, sætustu klappstýrunni. Kunnuglegur söguþráður mínus varúlfur?? En svo stóð gaurinn frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann ætlaði að leika úrslitaleikinn í körfunni sem hann sjálfur eða sem varúlfurinn. Nú auðvitað ákvað hann að hætta á það að allir myndu hafna honum eftir að hann væri búinn klúðra úrslitaleiknum og leika sem hann sjálfur. Hann var sko bara varúlfur þegar hann var æstur, reiður, hræddur, eða kynferðislega æstur. Að loknum fyrirsjáanlegum sigurleik þar sem sigur náðist með vítakörfu, sem Scott tók, þá ýtti hann illgjörnu klappstýrunni til hliðar og fór í sleik við traustu vinkonuna. Ahhhhhh, klassiker. Ég hætti ekki að horfa á myndina sökum þess að ég hefði fengið leið á henni, heldur vegna þess að filman í spólunni slitnaði. Ég held að ég þurfi að sjá hana einu sinni í viðbót til að fá closure.

föstudagur, janúar 13, 2006

Átrúnaðargoðsteiti

Mér finnst að við eigum að fara að halda þau í stað allra þessara idol partýja.

3 ára afmælispartý


Við héldum smá ammilispartý í gærkvöldi. Það var bara reglulega notalegt enda tókum við þann pól í hæðina að bjóða fáum en góðum konum. Ég fékk nokkrar kúl gjafir en af því að ég er svona sagnfræðinörd þá var ég mest hrifin af plöntu sem ég fékk. Sú er sögð afleggjari af blómi sem Dr. Bob var með á læknastofunni sinni í Akron. Það er náttúrulega frekar smart ef satt er. Allavega ætla ég að trúa því. Og svo fannst mér 1. útgáfa Stóru bókarinnar líka mjög flott og leðurhulstrið utan um hana. Já þetta var fínt. Eðli málsins samkvæmt verða engar myndir af gestum sýndar, hehe. Ohhh nú er svo langt í næsta afmæli. Á laugardagskvöldið verður svo bundinn endahnúturinn á afmælisviku þessa þegar við förum á Flórída að sækja okkur 3 ára pening. Og reyndar í 7 ára afmæli annars félaga að því loknu. Endalaust líf og fjör.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Sex and the city

Ótrúlega rómantískt að fylgjast með brúðarmærinni telja brúðinni trú um að brúðguminn hafi bara verið búinn að runka sér svo mikið kvöldið áður og þess vegna ekki náð honum upp. Það sé engin ástæða til að fá cold feet vegna þess. En svo byrjar brúðarmarsinn og ég bölva mér fyrir það að vera ekki skosk eða eiga skoskt mannsefni. Brúðarmarsinn er afar fancy spilaður á sekkjapípur. Jamm.

sunnudagur, janúar 08, 2006

HAHAHAHA

hehehehehehehehehehehehehehe
hehehehehehehehehehehehehehe
hehehehehehehehehehehehehehe
hehehehehehehehehehehehehehe
hehehehehehehehehehehehehehe
hehehehehehehehehehehehehehe
hehehehehehehehehehehehehehe

Tónleikaslashnáttúrublogg

Ég fór á Náttúruverndatónleikanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ég var búin að gleyma því að Doddi sagði mér fyrir löngu að hann hefði keypt miða á þessa tónleika og ég var búin að segja honum að ég færi ekki ef ég þyrfti að standa á gólfinu. En allavega þá skipti ég um skoðun í gær. Ég get það nefnilega núna, skipt um skoðun. Við fórum fyrst og borðuðum tælenskan mat með Snorra, Tinnu, Þóri og Huldu. Hann var sjúklega góður og ég á eftir að fara aftur á þennan stað. En þá að tónleikunum. Ég komst að því í gærkvöldi að það er fátt sem gerir mig jafn pirraða og að hlusta á tónlist sem mér finnst leiðinleg. Ég fyllist óskýranlegum óróa í öllum líkamanum og passa ekki lengur í eigið skinn. Sem betur fer leið mér ekki þannig í allt gærkvöld. Þegar við svo komum á tónleikana var KK að slá síðustu tónana og svo kom Björk. Hún var ágæt. Ég aldrei áður séð Björk á tónleikum svo þetta var svona must see. Svo rann þetta eitt af öðru, sumir fínir en aðrir mjög leiðinlegir. Mér finnst hryllingur að standa kyrr og hlusta á lag sem mér finnst viðbjóður og ætlar engan endi að taka. Eilífar endurtekningar, aftur og aftur og aftur þangað til að mig langaði til að skjóta mig í hausinn. Þetta er náttúrulega snilldin eina við að geta skipt um útvarpsstöð. Þegar manni leiðist svona hræðilega er erfitt að standa kyrr á gólfinu og maður finnur ótrúlega vel fyrir vöðvabólgunni akkúrat medialt í supraspinatus. Jafnframt finnur maður hvað tánöglin á vinstri litlutánni er óþægileg löng og nuddast út í skóinn. EN ÞÁ kemur Damian Rice á sviðið og allur sársauki og óþægindi hverfa eins og fyrir kraftaverk. Ekkert kemst að nema unaður og maður vill hvergi annars staðar vera nema nákvæmlega á gólfinu, í hitanum og notalegum troðningi. Sama gilti um Mugison og Hjálma. Það var æði og þá var æði að vera á gólfinu. En þá var tónleikunum lokið hjá mér og við tók viðbjóðurinn eini. Lið sem spilaði eitthvað sem maður heyrði ekki að væru lög með EILÍFUM endurtekningum á sama stefinu eins og rispuð plata. Ég hata endurtekningar. Það er ástæðan fyrir því að ég þoli ekki svona samkvæmis hópsöngva með mörgum erindum og einnig hvers vegna ég slekk á Ást með Ragnheiði Gröndal eftir 2.02 mín. Egó náði að klóra í bakkann svo að ég var ekkert rosalega pirruð þegar ég labbaði út. En ekkert mikið meira en það. Samt var þetta skemmtilegt kvöld þegar upp var staðið. Jamm

föstudagur, janúar 06, 2006

3 ár

Ég átti þriggja ára afmæli í gær. Vííí. Dagurinn byrjaði æðislega því ég vaknaði með læstan háls, ekki í fokking fyrsta skipti, með tilheyrandi höfuðverk, ógleði og pirring. Ég skrapp samt í morgunkaffi til Kristínar og Björgvins á meðan ég beið eftir að komast til sjúkraþjálfarans. Þetta byrjaði jú allt þar. Í kaffi hjá Björgvin. Reyndar í öðru húsi en hey. Where ever I lay my hat......... Svo voru það bara nokkrir unaðslegir fyrirlestrar uppi á Borgarspítala, klipping á árshátíðarmyndbandinu okkar og svo finally um kvöldið þá fagnaði ég þriggja ára afmælinu mínu með konum úr nýja klúbbnum mínum. Sem er ekki saumaklúbbur........... en ei hefur verið staðfest hvers konar klúbbur þetta er. Tvær komust reyndar ekki, önnur veik og hin í Austurríki og viti menn..... þá vorum við nákvæmlega rétt tala í Buzz. Svo við gerðum auðvitað nákvæmlega það. Nú veit ég að Hulda á eftir að kommenta við þessa færslu einhverjar lygar um yfirburði sína. Hulda hættu þessu!! Þetta er aumkunarvert. I pity you PITY I SAY!!

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ein lítil krúttleg jólamynd

Töffaðast, mesta hetjudáðin og mest kúl

Töffaðast finnst mér að brjótast inn í kirkju og stela þaðan safnaðarbauk. Mesta hetjudáðin er að bjarga smyrli úr neti í Sandgerði, og mest kúl er að vera með filippeyska húshjálp sem tekur upp úr töskunum manns þegar maður kemur heim úr ferðalagi.

Auðvitað

var Eiður Smári íþróttamaður ársins. Enda kom í mínum huga enginn annar til greina. Það hefði verið fáránlegt að kjósa hann ekki. Lykilmaður í liði ensku meistaranna. Ef fólk fattar það ekki, þá veit ég ekki hvað er hægt að gera fyrir það. Kannski á það rétt á einhverjum bótum, eins og Doddi hreytti í mig um daginn. Hann sagði að ég hlyti að eiga rétt á einhverjum bótum fyrir að vera eins og ég er. Doddi er enginn ljúflingur. Hann er bölvaður hrotti. Hins vegar var ég ekki sátt við að Róbert Gunnarsson var ekki á topp 10 fyrst Snorri Steinn Guðjónsson var þar. Bíddu, hvor á aftur pabba sem er íþróttafréttamaður?? Ekki það að ég sé að ýja að neinu. Svo kom það í ljós í mogganum í morgun að Róbert vantaði bara 3 stig til að vera á topp 10. Skandall. Hann hefði fengið þennan fína Íslands Atlas. Það er nú eitthvað fyrir dreifarasleikjuna hana Svölu að fletta í gegnum. Skoða öll krummaskuð landsins. Synd.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Ummmmmmmm

Ég er búin að ákveða að ég ætla að elda kalkún á þrettándanum, þar sem að ég fékk engan um jólin. Hverjir ætla að mæta??

sunnudagur, janúar 01, 2006

Eymd

Djöfulsins hrottaskaup var þetta!!!!! Skelfing, skelfing, skelfing. Og ég er ekki ein af þeim sem hrýn yfir því hvað skaupið er slæmt ár eftir ár. Það sem mér fannst best í þessu skaupi var Björgvin Frans með eftirhermurnar. Annað var bara þannig að ég vissi yfirleitt ekki að hverju var verið að gera grín. HVAÐ VAR MÁLIÐ með Eddu Björgvins og Ladda í Kringlunni?? OK ég veit að það eru allir komnir með leið á Baugsmálinu en.. hefði ekki mátt drepa á því þrátt fyrir það. Kaupin á Magasín?? Ekkert um það að Davíð fór úr stjórnmálunum. Nýr formaður og varaformaður sjálfstæðisflokksins. R-listinn dauður. Slagur Gísla Marteins og Villa Vill. Alfreð fær að byggja sjúkrahús. Jónína í Kastljósinu eða Kári Stefáns í Kastljósinu. Og ótrúlega margt annað sem gerðist á þessu fokkings ári. Gefið mér lyklana að skaupinu. Ég get allavega ekki klúðrað þessu meira.