Læknisfrúin
Hann Doddi litli klárar kandidatinn í dag og verður læknir. Því upplýsist það hér með að ég hef kallað mig læknisfrú í eitt ár án þess að vera í raun löggild læknisfrú. En pöpullinn veit það ekkert og nú er ég orðin læknisfrú svo..... up yours!
Á morgun verð ég svo sjálf afleysingalæknir í Hveragerði. Guð hjálpi Hveragerðingum og nærsveitamönnum.
Í gær prófaði ég svo að vera sjúklingur. Ákvað að detta til læknis vegna ógreinilegra þreytueinkenna, hey það er ekki eins og ég hafi hringt á þyrluna, og mæði. Þá er mín bara með blóðþrýsting 160/105 sem er vægast sagt ekki spes þrýstingur fyrir 28 ára gamla konu og óeðlilegt EKG. Ég veit fyrir víst að ég var með eðlilegt EKG fyrir ári þegar við vorum að leika okkur á því að lesa úr okkar eigin EKG á medicine kúrsinum. Þannig að í samráði við cardiolog sem var þarna í húsinu var ákveðið að ég færi í hjartaómskoðun til að útloka mögulega hægri hjartabilun. Svo var gerður allur andskotinn annar, spirometria, lungamynd, blóð og þvag. En hvað sem er þá verð ég allavega að ná þessum þrýsting niður. Nenni eiginlega ekki að fá stroke. Þannig að ég á skilið að detta í nudd finnst mér. Já mér finnst það.