Af gleði
Þegar Frank Hvam lýsti umskornu typpi eins og auga án augnloks þá hló ég upphátt, lengi.
awakening
Ég er búin að fullyrða á þessu bloggi í marga mánuði að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sé á leið á EM í Finnlandi 2009. Nú er Evrópumótið í höfn og það var dásamleg stund að vera á Laugardalsvellinum í kvöld þegar stelpurnar tryggðu sér sætið á mótinu. Mar bara klökknaði og læti. Og hverjir verða búsettir í Sverige í ágúst 2009? Svo ég segi við alla mína ættingja sem ætla að koma og sjá Ástu frænku okkar spila á EM: "Kaffi í Gautaborg fyrir mót?" Svo tekur maður bara Cryslerinn og ferjuna yfir til Finnlands, tjaldar bara eða eitthvað. Það er allavega alveg á kristaltæru að ég mæti á þetta mót. Ég vona bara að Tólfan mæti líka. Djöfulsins stemning í Tólfunni. Snillingar!
Ég hlusta MJÖG mikið á útvarp á leiðinni til og frá Selfossi þessa dagana. Umræðan er farin að fara æðislega í taugarnar á mér. Ég nenni þessu ekki lengur. Mér finnst Geir ennþá flottastur og langar enn að setja Hannes Smárason í gapastokk og er ekki að meðtaka neinar upplýsingar sem sveifla þessum skoðunum mínum. Mér er farið að leiðast þetta raus.
Ég grenja yfir öllu en er samt sjúklega hress. Hvað er málið?! Las viðtal við Vigdísi Finnboga í klippingu í dag og var komin á fremsta hlunn með að biðja um Kleenex box en kunni svo ekki við það að verða Bryndísi frænku til skammar. Jæja það má svosem lifa með því, ástsælasti forseti þjóðarinnar og allur sá söngur, EN að grenja yfir þessari fáránlegu VR auglýsingu??!!! Ég kenni Sigurrós um það.
Í dag eignaðist ég góðan granna en þær mæðgur B. og Agneta eru að flytja í Eskihlíðina. Agneta þarf ekki einu sinni að fara yfir götu til að geta skottast til Esterar og B. þarf ekki heldur að fara yfir götu til að koma í kaffi og slúður til mín. Magnað!
Ég var að horfa á upprifjun Kastljóssins á útrásinni á netinu. Ég held ég hafi amk tvisvar fengið óstöðvandi hláturskast. Þetta er eitthvað svo grátbroslegt svona í retrospect.
Ég ætla að senda öllum lesendum þessarar síðu risastórt knús!!!
Vinkona mín fór í magaspeglun um daginn og tók eiginmann sinn með sér. Það er útaf fyrir sig áhugaverð ákvörðun að taka hann með sér í þessa athöfn því það er ekki eins og þau hafi verið gift í 13 ár, heldur 3 mánuði og átti þetta sér bókstaflega stað á hveitibrauðsdögunum. Ekki beint það rómantískasta en fallega gert af gaurnum engu að síður að sýna andlegan stuðning.
Þegar við köllum á sjúklingana inn á stofu þá er venjan að gera það með nafni sjúklings, liggur í augum uppi. Sverrir bekkjarbróðir minn og vinnufélagi þessa mánuðina er að bólusetja hérna í næsta herbergi við mig. Hann fer reglulega fram og kallar: Influenza! og þá gefur fólk sig fram. Mér finnst sjúklega fyndið að svara kallinu Influenza.
var farin um helgina.
Ég beið spennt eftir Silfrinu í hádeginu eins og þorri þjóðarinnar að mér virðist.
Ég hef engan hug á að leggja árar í bát (sko sjómannamyndlíkingarnar hjá minni!) hvað mín bankaviðskipti varðar. Ég var að leggja inn 20 evrur í Smáranum, eina bankanum á landinu sem ekki stundar ruglfjárfestingar skv. meilinu sem bankastjórinn sendi frá sér í gær. Ég hef ekki stofnað reikning í þessum banka fyrr þrátt fyrir mikið ónáð og áreiti frá forsvarsmanni bankans. En hví að sitja á 20 Evrum þegar maður getur geymt þær í plastmöppu í herbergi frumburðarins og auk þess fengið vikuleg meil um líðan evranna góðu. Það er gaman að segja frá því að innlánasjóður Smárans samanstendur að mestu leiti af evrum en að mjög litlu leiti af ísk krónum. Hvaða bankar geta aðrir stært sig af svo háu hlutfalli erlends gjaldeyris?
Af því að ég er svo innblásin af gjammarablogginu mínu þá verð ég að minnast á Einræður Jóhönnu Vilhjálms í Kastljósinu. Hvaða fréttamaður spyr spurninga með 2 mín ræðu?
Ég hefði átt að blogga meira um hinn orðvara Geir H. Haarde nú þegar birtast af honum myndbönd á netinu að kalla ónefndan fréttamann fífl og dóna.
Já sæll!!!
Við horfðum á fréttirnar yfir kvöldmatnum. Varð þá Dodda að orði: "Ofboðslega er ég orðinn þreyttur á þessum endalausu myndlíkingum."
Mér finnst svo mikið af illa gefnu fólki sem hefur ekki hundsvit á málunum vera að blogga um atburði síðustu daga að ég hafði ákveðið að slást ekki í hóp þeirra.
Ohh það var svo gaman í póker í gær. Himneskt. Ég veit vel að það myndu ekki allir nota orðið himneskt yfir það að spila Texas Hold´em í spilavíti, en þetta var himnesk reynsla fyrir mig. Ég sat í hugleiðslu og horfði á fagmannlegu dealerana og vandaði mig að pakka nógu oft.
Ég nenni eiginlega ekki að blogga svona dagbókarfærslu um það sem við erum búin að vera að gera í USA. Mig langar meira til að blogga um fólkið, geðveikt hressu gestgjafa okkar, Auju sem tók mjög klúra mynd af mér, (meint slys að hennar sögn, sagðist ekki hafa vitað af kuntufítusnum á myndavélinni sinni), Gísla sem les svo vel í hegðun fólks að það munaði engu að hann hefði ekki dottið fyrstur út í póker í gær, en svo datt hann fyrstur út, Kristínu sem er með áttirnar og dagskrána á hreinu og lætur sig gengi krónunnar engu varða.