Af brýnni málum
Sigurður vinur minn hefur enn eina ferðina hitt naglann á höfuðið. Hann bloggar um mál sem er ofarlega á baugi hvað sem allri óðaverðbólgu líður.
Ég ætla að endurtaka mitt innlegg í hans umræðu hér. Ég hata frasann "Knús og kram"! Mér finnst ógeðslegt að sjá fólk ljúka máli sínu á þennan hátt. Hvort heldur sem er í eigin bloggfærslum eða í athugasemdum hjá öðrum. Ég veit vel að ég er á margan hátt sérstök og einhverjir kynnu að segja pirruð, en innyfli mín snúast bókstaflega við þegar ég sé þetta. Innsæi mitt hefur sagt mér að þetta er mestan part sama manngerðin sem notar þennan frasa. Tilgerðarlega næs týpan.