luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 31, 2008

Af breskum hæfileikum

Á meðan við höfum verið hér á Spáni með skrilljón sjónvarpsstöðvar hefur staðið yfir sjónvarpsþátturinn Britain´s got talent. Byrjar ca. 10 á kvöldin hérna hjá okkur og alveg meiriháttar fyrir okkur öll að horfa á saman því það er alveg gomma af litlum krökkum sem taka þátt. Keyrslan á þessu er með ólíkindum. Fyrst einhverjar áheyrnarprufur en svo bara bamm, 40 manna semi-final, 8 kepptu á kvöldi, fimm kvöld í röð, mán til fös og tveir komust áfram í hverjum þætti. Enginn kjaftavaðall eða vesen, bara sagt hverjir kæmust áfram. Svo eru 10 manna úrslit í kvöld. Efficient ekki satt??!! Minnir óneitanlega á undankeppni Júróvisjón heima! Nú myndi Ingvar segja: "Mamma, ertu að vera kaldhæðin núna??"
Tveir gallar eru þó. Eins og ég sagði áður er mikið af litlum sætum krökkum að keppa og alltaf skal ég grenja eins og við eigin jarðarför þegar þau eru að koma fram. Þvílík rassgöt! Hitt er að myndatökumennirnir hljóta að vera fullir því svo ömurleg er myndatakan oft. Stundum eru þetta stór hópdansatriði, mikil samhæfing og allt í gangi en myndavélarnar súmma á brjóstin á einni eða á svipbrigði Simon Cowell svo mar missir alveg af gæsahúðsfactornum sem maður skynjar þó að er til staðar. Greinilega ekki tveggja bjóra takmark í stúdíóinu eins og hjá læknum og strætóbílstjórum. Eníveis. 

Af merkilegum andskota

Mér finnst alveg stórfurðulegt hvað fjölmiðlar eru ofboðslega uppteknir af því hvort fórnarlömb slysa lendi í öndunarvélum eður ei. Alltaf, og ekki skal það bregðast, er það tekið fram hvort svo sé. Eins og það sé einhver alheims-ofursannleiks-mælikvarði á nokkurn skapaðan hlut. Djöfull fer þetta taugarnar á mér. Og ekki síður jarðarfarasvipurinn sem kemur á viðkomandi ef það er sjónvarpsfréttamaður sem les. 

miðvikudagur, maí 28, 2008

Afsakið smáborgaraháttinn

en ég bara verð að fá að vita hver er í Montreal í Kanada og er tryggur lesandi.

Bíð spennt

eftir að klukkan verði 15 að íslenskum tíma en þá byrjar Ísland-Serbía í undankeppni EM. Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um kallaboltann enda eru þeir ekkert á leið á EM;)
Ásta frænka byrjar inná,  aftasti maður í vörn og ég veit að hún mun ekki hleypa neinum framhjá sér...... ja allavega ekki nema að hafa mikið fyrir því. 
Við hugsum til ykkar. ÁFRAM ÍSLAND!!

laugardagur, maí 24, 2008

Til hammara með ammara

Sætasti aldraði maður heims á afmæli í dag. Hann er frekar mikið gamall. Ég man ekki alveg hvað hann er gamall þó, ég veit ekki hvort ég lærði nokkurn tímann að telja upp á svo mikið. Eða kannski lærði ég það og kannski er talan fjörtíu!!
Ég sé á mbl.is  að veðurguðirnar hafa ákveðið að heiðra manninn með blíðviðri og óska ég manninum og fjölskyldu hans alls hins besta í dag. Einnig hef ég heyrt því fleygt að Dalvíkingurinn Friðrik Ómar ætli að færa sveitungi sínum íslenskan júróvisjónsigur í afmælisgjöf. Veit ekki hvort það er kjaftasaga. 
Eigðu góðan dag gamli kall!!

Af fyndnustu ljósmynd veraldar

En ég varð einmitt þess heiðurs aðnjótandi að smella henni af í gærkvöldi. Það er leiðinlegt að segja frá því að myndefnið sjálft hefur neitað mér um að deila ljósmyndinni með öllum heiminum. 
Myndefni ljósmyndarinnar má líkja við sjálfa fröken hátign Mjallhvíti, en henni má einmitt lýsa á þá vegu að hún innihaldi skarpa línu. Öðru megin við línuna er eitthvað sem er hvítt sem mjöll en hinum megin við línunna er eitthvað sem er (eld)rautt sem blóð. Línan sjálf er á líkama. Líkaminn er á manni, sem er rauðhærður og einstaklega meðvitaður um þann áhættuhóp sem húðgerð hans setur hann í og var nýbúinn að fara í reglubundið eftirlit hjá húðlækni sem ráðlagði honum eindregið að nota aldrei sólarvörn undir 30. Sem gerir tilvist línunnar einstaklega áhugaverða. 
Ég og Ingvar fengum að emja yfir myndinni í gærkvöldi en það fá víst engir aðrir og er það synd. 

föstudagur, maí 23, 2008

Af töpuðum Evrum

Tapaði 10 Evrum í gærkvöldi. Var nefnilega búin að veðja við Ingvar að Ísland kæmist ekki áfram í gærkvöldi. Ekki af því að ég hefði eitthvað á móti lagi eða flytjendum, ég var bara sannfærð um að við færum ekki áfram. Ingvar trylltist úr fögnuði og krafði mig óðara um 10 Evrurnar. Hann var reyndar búin að "trashtalka" mig allan daginn með því að ráðstafa Evrunum sínum 10 í hitt og þetta. Jæja þetta var ágætt. Hefði verið leiðinlegt að innheimta pening af tapsárum krakkanum.
Mamma kom í gær og við fórum og skoðuðum húsið sem hún er að kaupa hér. Þetta er nýbygging og ekki enn komin ljós eða rafmagn en annað að mestu tilbúið. Mér fannst húsið bara reglulega fallegt og huggulegt sundlaugarsvæði og svona. Reyndar lengra á strönd en héðan úr þessu húsi en styttra á golfvöll;) 

Jæja það stefnir í enn eina steikina. Síðustu þrír dagar búnir að vera algjör bakarofn. Sólin er ekki komin á pallinn framan við hús og hitamælirinn þar segir 23 gráður. Ekki slæmt. Hugsa að við förum aftur á ströndina í dag. Það er æðislegt að vera á ströndinni hér. Venjulega er ég ekki svona sandur í rass kona, en það er öðruvísi hér. Reyndar eru kínverjarnir sem vilja nudda mann farnir að pirra mig pínulítið en ekkert sem íslenskur hvassleiki getur ekki barið af sér. 
Farin.

miðvikudagur, maí 21, 2008

Til rauðhærðra sem halda með Dodda

Doddi er EKKI að hafa það í tankeppninni. Hann er ekki einu sinni rauður! Ástæðan fyrir því er einföld. Hann er svo hryllilega hvítur að það endurvarpast allt af honum. 

Af meistaradeildinni

Ekki slæmt að ein af 70 sjónvarpsstöðum afa Bjössa sýni frá úrslitaleiknum í meistaradeildinni. 1-0 fyrir Man. Utd. Er þetta grín hvað C. Ronaldo er góður??!! 
Ester syngur: Áfram Valur! Áfram Valur! En það breytir engu því á endanum er það alltaf áfram Valur!

sunnudagur, maí 18, 2008

Afmæliskveðjur frá Cabo Roig

Arnþór Atli vinur okkar á afmæli í dag. Sérstakar afmæliskveðjur frá Ester Helgu. Við erum á Spáni núna. Komum í gærkvöldi. Óli Draumur sótti okkur á völlinn, keyrði okkur í búð að kaupa vatn og skilaði okkur heim að hliði. Þar biðu Svansa og Ninni með lykla að húsinu og hleyptu okkur inn, og skrúfuðu frá vatni og gasi og þessháttar. Þvílíkt dekur. Við sváfum eins og ungabörn í nótt og vöknuðum seint. Svo erum við búin að fá allt veður í dag. Það var skýjað í morgun, Svansa og Ninni tóku okkur í spássitúr um svæðið og sýndu okkur allt það markverðasta og á meðan gerði þvílíku blíðuna, sólin skein og það varð alveg steikjandi heitt. Ströndin er algjör snilld. Við vorum ekki útbúin fyrir gott strandatjill en tókum daginn í að birgja okkur af strandadóti og munum leggja undir okkur ströndina í fyrramálið. Sérstaklega hlakka ég til að hitta þessa kínversku aftur sem reyndi að selja mér nuddið í dag. Hehehe. Þegar við komum heim aftur byrjuðu droparnir að falla á okkur og við fórum inn og lögðum okkur og vöknuðum við þrumurnar;) Spes. 
Kvöldverður á kínverskum mjög skemmtilegum buffet stað þar sem maður velur hráefnið sjálfur og kokkarnir flambera það fyrir mann. 
Svo er bara nettenging og lúxus hérna í glæsivillu ömmu Lilju og afa Bjössa svo við ættum að geta verið dugleg að senda fréttir og myndir af okkur. 
Líf og fjör.

föstudagur, maí 16, 2008

Af góðu prómó

Myndin NEVER BACK DOWN fær fáránlega góða kynningu. Það hljóta að vera fullt af 12 ára gömlum, lesblindum krökkum í vinnu hjá Sambíóunum. Ég læt stafsetningavillurnar eins og þær koma fyrir í Mogganum fylgja með. Ekki af illsku heldur til þess að vera ekki með sögufölsun.

Þegar tveir menn verða hrifnir af sömu stúlkunni virðist einungis ein lausn vera í sjónmáli ... BERJAST.

Cam G. úr the O.C er tilnefndur til MTV verðlaunana fyrir besta slágsmálatriðið árið 2008.

Mynd sem engin O.C.og/eða mixed martial arts aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara. Mögnuð skemmtun!

Ef klukkan væri ekki bara 11.20 og ef ég væri með pössun fyrir Ester og ef ég væri ekki að fara að vinna í kvöld og ef ég væri ekki að fara til Spánar á morgun þá væri ég SVO á leiðinni á þessa mynd í bíó.

þriðjudagur, maí 13, 2008

2 ára brúðkaupsafmæli

eigum við hjónin í dag. Gaman að því!
Af því tilefni heimsóttum við tréð sem Hulda húsfreyja á Ytri-Tjörnum gaf okkur í brúðkaupsgjöf og við gróðursettum fyrir tveim árum.

Litla tréð eftir gróðursetningu


2006


2008.
Ég er eitthvað unglegri í dag en Doddi er ellilegri. Greinilegt hverjir eru komnir yfir þrítugt og hverjir ekki.

föstudagur, maí 09, 2008

Af kremkexi

Ég þurfti að beila á póker í kvöld vegna ælu. Ég er megaósátt, sérstaklega vegna þess að ég er kannski ein af fimm sem ekki var timbruð eftir gærkvöldið, en svona getur þetta verið. Það er annað en Doddi sem er fullur annað kvöldið í röð. Stíf dagskrá þar. En í staðinn lá ég í sófanum með krökkunum og horfði á Útsvar sem ég hef svo sannarlega ekki lagt í vana minn. En greinilega var þetta úrslitaþáttur vetrarins og í úrslitaspurningunni var spurt hvað Íslendingar eru vanir að kalla Sæmund í sparifötunum. Elín María, vinkona Ingvars, var hérna hjá okkur. Hún saug upp í nefið, tók gúlsopa af kókinu og sagði: Kremkex, þetta er kremkex.
Ha?!
sagði ég.
Jább, þetta er kremkex!
Hvorugt liðið gat svarað spurningunni rétt, en þetta var rétt hjá Elínu Maríu. Þetta var kremkex. Það var bara svo fyndið hvað hún var svellköld á því.

Af Will og Grace

Þetta er eitt af uppáhaldsatriðunum mínum úr Will og Grace

Próflokadagur frh!!

Myndirnar hér fyrir neðan eru í fáránlega brenglaðri tímaröð, en það er svo leiðinlegt að endurraða myndum hérna á blogspot að ég nenni ekki að endurraða þeim. Þið þolið það og náið vonandi stemningunni. Tók reyndar engar myndir í eftirpartýjinu hjá Tinnu og Sigga. En hey!! Djöfull var ógeðslega gaman hjá okkur í gærkvöldi. Það er langt síðan ég hef komið svona seint heim;)

Próflokadagur!!




Skálað í kampavíni fyrir utan prófstofuna


Haukur rokkstjarna


Maack með Havana vindil á svölunum


Stjáni og Tinna með eðal BlueSteel


Hálfdán mættur á svæðið


Beta og Ása fáránlega hressar


Baldur og Eygló


Doddi með Pétur Pétursson á línunni. Meiningin var að þröngva Hálfdáni til að endurflytja stökur sem fluttar voru fyrir 20 árum.


Pókerklúbburinn. Fáránlega flottar gellur!


Hanna Viðars og Dagur


Stjáni greinilega fáránlega skemmtilegur


GSM nýji kærastinn hans Dodda


Ingi Hrafn t.v og Ingi Karl a.k.a the MOLA!!


Verðandi landlæknishjónin, Sigurður Árnason og Brynhildur Tinna Birgisdóttir


Guðrún Þuríður og Alda með mönnum sínum


Sirrý með Bjarti sínum og Virgil hinn franski


Katrín og Tóti



Þessi tvö!! Voru þau að klára læknadeild?!


Siggi og Maack í góðu glensi


Sigga Möller, Lolla og Hrefna


Þórhildur og Þórður með Mólunni


Rannveig og Vala Kolbrún


Tóti með frúnni sinni og Rokkstjarnan


Ólöf Júlía


Bóbó, Doddi, Svessi og Siggi


Doddi að fárast yfir því að Sverrir sé Mallam-pati 4

En sættast svo á að skúffa sé betri en yfirbit



Mætt í turninn


Heiðrún Maack, mágkona mín og Ásthildur


Vestmannaeyjarhrellarnir, Tinna og Hildus minn


Hirlekar og Birta, bídd'eftir mér

fimmtudagur, maí 08, 2008

Prófi formlega lokið

Ég ætla aldrei aftur í próf!

miðvikudagur, maí 07, 2008

Próflestri formlega lokið

Ég er hætt að lesa og búin að tæma lesstofuna í síðasta skipti. Nú tekur við óþolandi bið eftir morgundeginum því það verður ekki hægt að lesa í kvöld en samt er eiginlega ekki hægt að gera neitt annað, þannig að þetta er óþolandi ástand.
En það eina sem er alveg öruggt er að það breytist ekkert til morguns. Ég kann nú þegar allt sem ég mun kunna á morgun. Svo þetta fer eins og það fer. Útkoman verður eflaust ágæt.
Það verður unaður að labba út úr prófinu á morgun og annað kvöld verðum við hér á tuttugustu hæð í veisluturninum. Það verður án efa ekki leiðinlegt.

Af helgarundirbúning

Einhver hefur ætlað að slá rækilega í gegn í vinnustaðapartý helgarinnar og gúgglaði "Góður brandari"

Evil yet again

Það er mín persónulega skoðun að cachetiskt fólk sé ekki best til þess fallið að vera opinberir yfirnæringarráðgjafar þjóðarinnar.

Af yfirsjónum og bragarbótum

Það kemur fyrir að illskunni brái af mér. Þá langar mig að vera góð og bæta fyrir brot mín milliliðalaust svo framarlega sem það særir engann. Þess vegna langar mig nú til að biðjast afsökunar á dómgreindarleysi mínu í garð golfhæfileika og segja frá því að BLH er augljóslega miklu betri í golfi en ég gerði mér grein fyrir. Það má sjá svart á hvítu hér.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Af þekkingu

Ég veit alveg fáránlega mikið um coccidioidomycosis. Sem er merkilegt fyrir þær sakir að fyrir þrem vikum hafði ég aldrei heyrt um það, það tók mig viku að læra að segja það og maður þarf helst að búa í Arizona og vera HIV jákvæður til þess að þetta verði relevant.

mánudagur, maí 05, 2008

Af fjölgun


Þessi tvö eru að fara að fjölga sér og fögnum við því gríðarlega.
Innilegar hamingjuóskir.
Ég er búin að sjá mynd af barninu og það lúkkar vel. Svo sannarlega engin móla á ferð þar!
Heiðrún lánaði mér þessa mynd af lukkulega parinu því ég átti enga og þegar ég gúgglaði Baldur og Eygló þá fann ég bara þessa mynd hér. Ég var að spá í að nota hana samt en fyrst Heiðrún lánaði mér hina þá þurfti ég þess ekki.

Fyndnustu samskipti dagsins

Það er einn af bekkjarbræðrum mínum sem finnst mólur það viðbjóðslegasta there is. Af öllu sem við höfum lært og séð af allskyns viðbjóði þá hefur að klárlega vinningin hjá honum af því sem ógeðslegast er. Well. Ég var að taka eitt af þessum ótal æfingaprófum í dag þegar svarið við einni spurningunni var einmitt móla. Þá hlakkaði í mér og ég sendi honum Múfasa-sms: Móla!
Það kom svar á augabragði: Þið eruð með það!! Viðbjóður!
Svo liðu nokkrar mínútur þar sem hann hefur sjálfsagt setið og ruggað sér í þráhyggju og svo kom seinna sms-ið: Barnið breytist bara í krabbamein! Helvíti eðlilegur sjúkdómur. Barn sem metastaserar til lungna, flott!!!!

laugardagur, maí 03, 2008

Af jólagjöfum


Besta jólagjöf allra tíma eru án efa þessir skór sem ég keypti handa Dodda. Ég og Tinna og Kristbjörg vorum í einhverjum Sex and the City fíling í Soho í haust og að eðli málsins samkvæmt þræddum við skóbúðir. Þar sá ég afar myndarlegan, grannan og ákaflega hýran mann í þessum skóm og hann seldi mér algjörlega hugmyndina um ágæti þeirra. Eitthvað var hann í minna skónúmeri en Þóroddur auk þess og táin þar af leiðandi ekki eins löng.
Skórnir kostuðu eitthvað í kringum litla 550 dollara, það verður eiginlega að fylgja með því sagan verður mun fyndnari þrátt fyrir að venjulega ætti maður náttúrulega að steinhalda kjafti yfir slíkum heimskupörum. En allavega eftir mikið plott kom ég skónum heim án vitneskju Þóroddar og ákvað hress í bragði að sýna Snorra bróður þá. Komin heim til Íslands, í Eskihlíðina og með Snorra bróður sem módel þá urðu skórnir fáránlegir. Hann reyndi að halda haus fyrir mig en svo gat hann ekki meir og lak í gólfið í hláturskasti með skóna eins og flaggstöng uppaf búknum. Þá náttúrulega trylltist ég líka úr hlátri og þegar ég sagði Snorra að þeir hefðu kostað 40.000 kall þá vorum við farin að emja. En tárin voru líka sorgartár, því þarna, korter í jól, fattaði ég að jólagjöfin hans Dodda var ömurleg, en samt of dýr til að kaupa nýja. Ég lét því slag standa. Því miður á ég ekki mynd af svipnum á Dodda þegar hann barði skóna augum en hann lætur sig hafa það greyjið að fara í þá endrum og eins. Myndin er tekin í jólaboði á jóladag hjá mömmu á Dalvík og móðurbræður mínir sendu Dodda eina og eina pilluna. En Doddi þolir það! Hann þolir eitt og annað, það er nokkuð ljóst.

Þunn lína


Það er svo skammt á milli hláturs og gráturs hjá mér núna en ég verð að viðurkenna að ég hló dátt og lengi upphátt þegar ég sá þessa mynd. Og venjulega finnst mér dýraspaug hreint ekki neitt fyndið.

Af gúggli II

Það styttist greinilega í einhver ritgerðarskil í framhaldsskólunum því Kein Schnaps fur Tamara kemur heitt inn í gúggli síðustu daga.

Frekar sein


En nýjasta átrúnargoðið mitt er David Bowie. Því hef ég aldrei vitað fyrr hvað hann á góð lög? En það breytir engu, hér eftir mun ég drekka snilld hans í mig. TjetjetjeTjeingjes!!!!!

Af lungnaembolium

Próflesturinn alveg á síðustu metrunum og hypochondrian grasserar sem aldrei fyrr!! Ég er móð, með takverk, hraðan púls og verki í kálfunum. Þegar þessi einkenni leggjast saman við sögu um langvarandi kyrrsetu síðustu vikna þá er þess ekki lengi að bíða að hringt verði eftir þyrlunni. Ég á sem betur fer góða vinkonu sem er sálfræðingur og bað mig í guðs almáttugs bænum að fá mér sýklalyf til að vinna á sýkingunni. Það er ekki henni að þakka að ég lifi til þess að skrifa þessa færslu. Á móti þykist hún geta þakkað mér það að hún fékk perforerað magasár en ég gerði víst eitthvað góðlátlegt grín að magabólgueinkennum hennar.
Æi ég er móð! Ég er að hrökkva uppaf!

föstudagur, maí 02, 2008

Bloggedíblogg

Hér kemur bloggfærsla:
Þær hafa ekki verið neitt sérstaklega margar upp á síðkastið þrátt fyrir að ég sé í prófum sem er óvenjulegt. Venjulega grípur mig yfirnáttúrulega þörf að þvaðra um allt og ekkert einmitt þegar ég á að vera að læra eitthvað óspennandi utanbókar. Snilldin við þessa nýju lessaðstöðu sem okkur var úthlutað í vor er að illa hefur gengið að koma nettengingu á þar. Sem er gott fyrir netfíkla eins og mig. Ég næ ekki að mynda mér skoðun á fréttum eða þjóðfélagsumræðum eða láta íþróttamenn eða leikara fara í taugarnar á mér og get því ekki talið sjálfri mér trú um að ég verði að komast absolut akút á netið til að tjá mig um viðkomandi málefni.
Þess í stað get ég beðið þar til ég kem heim á kvöldin til að blogga svona tilgangslitlar, innihaldslausar bloggfærslur.
Leiðinlegra fyrir ykkur, en ég kem meiru í verk og það skiptir eiginlega mestu máli fram á fimmtudag. Eftir það get ég farið að skrifa sjúklega önugar bloggfærslur á ný.