Af breskum hæfileikum
Á meðan við höfum verið hér á Spáni með skrilljón sjónvarpsstöðvar hefur staðið yfir sjónvarpsþátturinn Britain´s got talent. Byrjar ca. 10 á kvöldin hérna hjá okkur og alveg meiriháttar fyrir okkur öll að horfa á saman því það er alveg gomma af litlum krökkum sem taka þátt. Keyrslan á þessu er með ólíkindum. Fyrst einhverjar áheyrnarprufur en svo bara bamm, 40 manna semi-final, 8 kepptu á kvöldi, fimm kvöld í röð, mán til fös og tveir komust áfram í hverjum þætti. Enginn kjaftavaðall eða vesen, bara sagt hverjir kæmust áfram. Svo eru 10 manna úrslit í kvöld. Efficient ekki satt??!! Minnir óneitanlega á undankeppni Júróvisjón heima! Nú myndi Ingvar segja: "Mamma, ertu að vera kaldhæðin núna??"